
8. mars – 8 konur og 8. sýningin.
Við hér á Suðurlandi tökum við fagnandi á móti kvennaárinu 2025. Báran, stéttarfélag, Foss (félag opinbera starfsmanna á Suðurlandi) og Verkalýðsfélag Suðurlands buðu félagskonum í leikhús á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. Leikfélag Selfoss er með sýninguna „Átta konur“ sem fjallar um átta konur. Verkinu leikstýrir Rakel Ýr Stefánsdóttir.
Félögunum þótti vel við hæfi að nýta það sem er í nærumhverfinu. Þetta er frábær sýning og allir skemmtu sér konunglega.
Takk fyrir okkur og þið sem mættuð takk fyrir samveruna.