
Aðalfundur Bárunnar 2025
Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags, fór fram miðvikudaginn 14. maí 2025. Fundurinn var haldinn samkvæmt auglýstri dagskrá og gekk hann vel fyrir sig. Soffía Sigurðardóttir var kjörin fundarstjóri og Fjóla Pétursdóttir fundarritari.
Formaður félagsins fór yfir skýrslu stjórnar og Valgerður Kristjánsdóttir kynnti ársreikning félagsins. Þá fór fram kosning í stjórn og nefndir og var tillaga uppstillingarnefndar samþykkt samhljóða þar sem engar aðrar tillögur bárust.
Einnig voru samþykktar tillögur stjórnar um fulltrúa á þing Starfsgreinasambandsins sem fram fer í október, sem og tillögur stjórnar sjúkrasjóðs. Fulltrúar frá Rannsóknarlögreglunni á Suðurlandi héldu fróðlegt erindi um mansal og fundinum lauk með happdrætti.
Mæting var fín og voru fundargestir voru virkir í umræðunni um mansal og þá ógn sem steðjar að íslenskum vinnumarkaði.
Báran, stéttarfélag þakkar fundarfólki fyirr komuna og vonar að allir fari glaðir inn í sumarið.