Við vinnum fyrir þig

Translate to

Harðorð ræða formanns á degi verkalýðsins

Aðalræðumaður dagsins á Selfossi var Halldóra Sigríður Sveinsdóttir formaður Bárunnar sem gerði meðal annars umtalsefni þá ólgu sem verið hefur í verkalýðshreyfingunni og ekki síst fjölmiðlaumræðu. Fram kom í máli formanns sér virtist að fjölmiðlar sýndu minni athygli allri þeirri vinnu unnin er daglega á skrifstofum stéttarfélaganna.

Hvenær verður starfsnám að vinnu?

Vinnustaðaeftirlit hefur verið stórhert að frumkvæði ASÍ, undir yfirskriftinni Einn réttur – ekkert svindl! Undirritaður var ráðinn inn í verkefnið af MATVÍS sem fulltrúi félagsins í þessu eftirliti og ekki vantar verkefnin, sér í lagi í ferðaþjónustu sem hefur vaxið ört á síðustu árum. Víða er pottur brotinn í starfsemi sem snýr að ferðaþjónustunni. Mikið …

Kynning hjá Vinnuskólanum

Fulltrúar frá Bárunni og FOSS stóðu fyrir kynningu á réttindum og ýmsu sem við kemur ungu fólki á vinnumarkaðnum í Félagsmiðstöðinni Zelsíus í gær. Fundurinn var fjörlegur og fræðandi, vonandi fyrir krakkana en ekki síður fyrir okkur frá stéttarfélögunum. Það er alltaf gott að fá tækifæri til að hitta starfsfólk á vinnustað þess. Andrúmsloftið verður …

SGS og Bændasamtökin: Launagreiðslur og tryggingar verða að vera í lagi

Tekið af vef Bændablaðsins: Stórlega hefur færst í vöxt að hingað til lands komi ungt fólk til að ferðast og skoða landið í nokkrar vikur eða mánuði. Bændasamtök Íslands og Starfs­greinasamband Íslands ætla í sameiningu að vinna að betra aðgengi á upplýsingum, á íslensku og ensku, um réttindi og skyldur starfsmanna og launagreiðenda á heimasíðum …

Sameiginlegur fundur stéttarfélaganna á Suðurlandi

Þau Halldór Grönvold og Dröfn Haraldsdóttir frá ASÍ komu í heimsókn í gær til að kynna verkefni til að stemma stigu við undirboðum á vinnumarkaði og eftirliti með kjarasamningum Verið er að hleypa af stokkunum nýrri starfsemi stéttarfélaganna undir samheitinu Einn réttur – ekkert svindl þar sem markmiðið er að höfða til og fylgjast með …

Frétt Fréttatímans um mansal á Suðurlandi

(Af vef Fréttatímans 15.janúar 2016) Tvær pólskar konur á þrítugsaldri réðu sig til starfa á gistiheimili á Suðurlandi en eigandinn var kærður til lögreglu vegna stórfelldra brota á kjarasamningi sem stéttarfélagið telur að flokkist undir mansal. Konurnar voru látnar vinna alla daga vikunnar og svara í síma gistiheimilisins nótt og dag. Konurnar komu til landsins …

Ályktun miðstjórnar ASÍ vegna úrskurðar kjararáðs um hækkun launa dómara

Ályktun miðstjórnar ASÍ vegna úrskurðar kjararáðs um hækkun launa dómara Miðstjórn ASÍ gagnrýnir harðlega ákvörðun kjararáðs um laun dómara og krefst þess að stjórnvöld setji á hátekjuskatta til þess að stemma stigu við ofurlaunum. Á fundi kjararáðs þann 17. desember sl. úrskurðaði ráðið um meira en 40% hækkun á launum dómara og verulega hækkun á …

Kennitöluflakk veldur miklu samfélagslegu tjóni

Alþýðusambandið fagnar þeirri umræðu sem skapast hefur í framhaldi af ábendingum ríkisskattstjóra í nýjasta tölublaði Tíundar um það mikla samfélagslega tjón sem skattaundanskot og þá ekki síst kennitöluflakkið veldur. Niðurstaða ríkisskattstjóra er að það vanti 80 milljarða á ári upp á þær skatttekjur sem umsvifin í þjóðfélaginu gefa tilefni til. Alþýðusamband Íslands hefur lengi gagnrýnt …

Nýtt tímaskráningar app

 Nýtt tímaskráningar app hefur verið tekið í notkun. Þetta app er frítt og til þess ætlað að auðvelda launafólki að fylgjast með og halda utan um vinnutíma sinn. Kerfið skráir viðverutíma á vinnustað og heldur meðal annars utan um veikindadaga. Kerfið nýtir sér einnig staðsetningartækni nútímans og hægt er að láta það minna sig á …