Við vinnum fyrir þig

Translate to

Kosning um nýjan kjarasamning á almennum vinnumarkaði

Kæri félagi,

 

Þau mistök urðu að ekki var réttur linkur í fréttabréfinu sem sent var í morgun og á Facebook. Það sem þið þurfið að gera sem ekki gátu kosið að reyna aftur með því að fara inn á www.baran.is og kjósa þar.

Endilega að hafa samband við okkur í síma 480-5000 eða á baran@baran.is ef ykkur vantar aðstoð.

 

Dear members of Baran, union,

There was a mistake regarding our online voting both in our newsletter and in our account on Facebook. There was not a right link. What you must do is to try again by going on to www.baran.is and vote there. Please contact us at baran@baran.is or call us 480-5000 if you need further assistance.

Félagsmannasjóður, nýtt eyðublað

Allir félagsmenn aðildarfélaga SGS sem starfa eða störfuðu hjá sveitarfélagi á tímabilinu frá 1. febrúar 2020 til 31. desember 2020 eiga að fá greitt úr félagsmannasjóði þann 1. febrúar nk. 

Starfsgreinasamband Íslands hefur látið útbúa rafrænt eyðublað til að hægt sé að tryggja að greiðsla úr sjóðnum berist viðkomandi starfsmanni. Félagsmenn sem störfuðu hjá sveitarfélögunum á síðasta ári eru vinsamlegast beðnir um að fylla út þetta rafræna eyðublað. Nánari upplýsingar gefa starfsmenn Bárunnar, stéttarfélags í síma 480-5000 eða í gegnum tölvupóst baran@baran.is.

Í núgildandi kjarasamningi við sveitarfélöginvar samið um og stofnaður sérstakur félagsmannasjóður. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna og er greitt úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert.

Báran Orlofshús

Orlofshús Bárunnar stéttarfélags um páska 2021

Báran, stéttarfélag auglýsir orlofshús félagsins laus til umsókna fyrir páskavikuna 31. mars – 7. apríl 2021.

 

Umsóknarfrestur er frá 14. janúar til 15. febrúar nk. Hægt er að sækja

um á Orlofssíðu Bárunnar eða í síma Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna, 480 5000.

Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir þann 17. febrúar nk.

Öllum umsóknum verður svarað.

 

Verð á vikudvöl í Þverlág 2, 4 og 6 og Grýluhrauni er

20.000 kr. Vikudvöl í orlofsíbúð á Ákureyri er 22.000 kr.

 (24 punktar).

 

Leigutímabil er frá miðvikudegi til miðvikudags. Íbúðin

Sóltúni 28, Rvk. verður í sveigjanlegri leigu eins og verið

hefur hingað til.

Félagsmannasjóður

Félagsmenn Bárunnar, stéttarfélags sem starfa hjá eða hættu störfum hjá sveitarfélögum á síðasta ári, ATHUGIÐ!

Allir félagsmenn sem starfa hjá sveitarfélagi eða störfuðu hjá sveitarfélagi á félagssvæði Bárunnar á tímabilinu frá 1. febrúar 2020 til 31. desember 2020 eiga að fá greitt úr félagsmannasjóði 1. febrúar nk.

Forsenda þess að hægt verði að greiða úr sjóðnum er að Báran, stéttarfélag hafi kennitölu, bankaupplýsingar, síma og netfang félagsmanna.

Hægt að hafa samband við Þór, Hjalta eða Gunnar hjá Bárunni sem fyrst til að veita umbeðnar upplýsingar. Sími 480-5000 eða á netfangið baran@baran.is

Nánari upplýsingar um rétt til greiðslu úr félagssjóði eru í  grein 13.8 (bls 47) í Kjarasamningi SGS og sveitarfélaganna.

Opnunartími um jól og áramót

Aðfangadagur lokað. 

Jóladagur lokað.

Annar í jólum lokað.

28. desember lokað.

29. og 30. desember opið 08-16.00. 

Gamlársdagur lokað. 

Nýársdagur lokað.

Vegna sóttvarnaraðgerða verður skrifstofan Bárunnar áfram lokuð. Afgreiðsla í síma og gegnum tölvupóst. Sjá upplýsingar hægra megin á síðunni.

Skiptiborðið lokað eftir hádegi í dag

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna er skiptiborð okkar lokað frá klukkan 14:00 til lok dags í dag 02/12/20.
Biðjumst velvirðingar á því og minnum á að það er hægt að senda póst á baran@baran.is .

 

Due to unforseen situation, our phone line will be offline from 14:00 until the end of the day 02/12/20.

We apolagize for any inconvenience and would like to remind you that you can send e-mail with your errand to baran@baran.is .

 

 

Ályktun – Miðstjórn ASÍ krefst þess að lækkun vaxta skili sér til almennings

Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega hækkun vaxtaálags banka og krefst þess að fjármálastofnanir skili vaxtalækkunum og lægri bankasköttum til neytenda.

Í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði 2019, Lífskjarasamningunum, var samið um launahækkanir þar sem einkum var hugað að lægstu launum. Samið var um krónutöluhækkanir með það að markmiði að tryggja efnahagslega velsæld og aukna verðmætasköpun, bæta lífskjör almennings í landinu og skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta.

Í kjölfar kjarasamninganna vorið 2019 skapaðist svigrúm til lækkunar vaxta eins og til stóð. Vaxtalækkanir hafa gengið eftir en meginvextir Seðlabanka Íslands eru nú 0,75% og hafa lækkað um 3,75 prósentustig frá byrjun síðasta árs. Fyrir komu kórónuveirunnar til landsins lækkuðu meginvextir Seðlabanka Íslands um 1,75 prósentustig, niður í 2,75%.

Því til viðbótar hafa stjórnvöld forgangsraðað þannig að bankaskattur verði lækkaður. Meginrökin fyrir lækkun skattsins eru þau að hann leiði til hærri vaxta til heimilanna. Með lagasetningu er unnið að lækkun bankaskatts sem nemur 7,7 milljörðum króna í fjórum þrepum á árunum 2020–2023 og ákveðið var að flýta þessari lækkun vegna Covid-19.

Það skýtur því skökku við að bankarnir ákveði við þessar aðstæður að hækka vaxtaálag. Gengur sú aðgerð þvert gegn markmiðum Lífskjarasamningsins og vinnur beinlínis gegn viðspyrnu í kjölfar COVID-kreppunnar. Með þessu taka bankarnir til sín stóran hlut af lækkun vaxta og axla ekki ábyrgð á erfiðum tímum. Á sama tíma eru bankarnir að auka hagnað sinn og eigið fé á kostnað heimila og fyrirtækja í landinu.

Miðstjórn ASÍ krefst þess að lækkun vaxta skili sér til almennings og að bankar hverfi frá áformum um hækkun vaxtaálags þegar í stað. Að öðrum kosti þarf að endurskoða nálgun stjórnvalda og hverfa frá áformum um lækkun bankaskatts en beita heldur öðrum aðferðum við að tryggja lága vexti til almennings.

Ályktun miðstjórnar ASÍ um skýrslu OECD

Ályktun miðstjórnar ASÍ um skýrslu OECD um samkeppnismat á regluverki á sviðum byggingarstarfsemi og ferðaþjónustu á Íslandi

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir yfir furðu á þeim tillögum um skerðingar á kjörum og réttindum launafólks sem er að finna í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) um samkeppnismat á regluverki á sviðum byggingarstarfsemi og ferðaþjónustu á Íslandi. Tillögurnar hljóma sem bergmál frá liðinni öld og eru lítt dulbúin viðleitni til að grafa undan velferðarríkinu í þágu atvinnurekenda og auðmagns.

Miðstjórn ASÍ telur það ámælisvert að íslensk stjórnvöld hafi árið 2019 gert samning við OECD um „framkvæmd á sjálfstæðu samkeppnismati á því regluverki sem gildir á sviðum byggingarstarfsemi og ferðaþjónustu á Íslandi”. Sú ákvörðun að birta tillögur þessar nú þegar alvarlegasta efnahagskreppa í manna minnum ríður yfir með gríðarlegu atvinnuleysi er sem blaut tuska framan í launafólk í landinu. Ekki er ljóst hvort dómgreindarbrestur fremur en óskammfeilni ræður þar för.

Miðstjórn ASÍ lýsir yfir eindreginni andstöðu við tillögur OECD þess efnis að felld verði niður lögverndun tiltekinna starfsgreina og að hark-hagkerfið verði innleitt á Íslandi á sviði leigubílareksturs. Hörmulegar afleiðingar hark-hagkerfisins eru vel þekktar í nágrannaríkjunum þar sem grafið er undan öryggi og þjónustu við neytendur, lækkun kostnaðar við þjónustu er alls ekki í hendi og vinnandi fólk býr við algert öryggisleysi.

Miðstjórn ASÍ leggur áherslu á að hvergi verði vikið frá reglum um lágmarksgæði bygginga og aðgengi fyrir alla. Tillögur OECD á sviði byggingariðnaðar miðast allar við hagsmuni verktaka og óráðlegt er að ganga að því sem vísu að lækkun byggingarkostnaðar komi íslensku launafólki til góða.

Miðstjórn ASÍ varar launafólk og landsmenn alla við tillögum OECD um breytt eignarhald á rekstri Keflavíkurflugvallar. Reynslan kennir að slíkar breytingar eru ekki gerðar í nafni almannahagsmuna enda er markmiðið jafnan að hleypa útvöldum og innmúruðum að almannagæðum í nafni „samkeppnishæfni” og „hagræðingar”.

Miðstjórn ASÍ áréttar varðstöðu um velferð og réttindi launafólks. Tillögur OECD eru til marks um hversu mjög fjármagnsöflunum er umhugað um að efna til „kapphlaups á botninn” undir yfirskyni „arðsemi” og „samkeppnishæfni” á kostnað launafólks. Telji íslensk stjórnvöld og atvinnurekendur að tillögur OECD endurspegli á einhvern veg afstöðu landsmanna til atvinnumála í ljósi reynslu af COVID-faraldrinum og þeim erfiðleikum sem honum fylgja eru þeir hinir sömu í furðu litlu sambandi við umhverfi sitt og samtíma. Almenningur á Íslandi gerir sér vitanlega ljóst að efnahagsþrengingar vegna COVID-faraldursins verða ekki linaðar með því að grafa undan afkomuöryggi og réttindum fólks og að þörf er fyrir samstöðu frekar en tillögur sem miða að því að sundra og veikja stoðir velferðar.

Starfslok vegna aldurs – heimildir takmarkaðar

Samkvæmt kjarasamningum við sveitarfélögin er gert ráð fyrir því að starfsmenn sem nái 70 ára aldri láti af störfum án sérstakrar uppsagnar. Gildissvið þeirra ákvæða hefur nú verið þrengt með dómi Félagsdóms í málinu nr. 5/2020 frá 17.11 2020.

Verkalýðshreyfingin hefur byggt á því, að sé ákvæði kjarasamningsins ekki nýtt og haldi starfsmaður áfram störfum eftir það, sé réttarstaða hans hin sama og annarra starfsmanna þ.e. ráðningunni verði að ljúka með hefðbundinni uppsögn. Þetta hefur Félagsdómur nú staðfest í máli Verkalýðsfélags Vestfirðinga gegn Reykhólahreppi.

Gild rök má einnig færa fyrir því hvort ekki sé löngu tímabært að afnema þessi aldursákvæði kjarasamninga og þar sem þau er að finna í lögum enda mismunun á grundvelli aldurs bönnuð nema ríkar málefnalegar ástæður réttlæti annað. Þetta er nú tekið fram í lögum nr. 86/2018 en bann ákvæði laganna hvað aldur varðar tóku gildi 1.7 2019. Þó Félagsdómur vísi ekki sérstaklega til þessara laga eða reglna um bann við mismunun er hann gott innlegg í þá umræðu.

Sjá nánar umfjöllun á vinnuréttarvef ASÍ „Almennt bann við mismunun“ og frétt á heimasíðu ASÍ, www.asi.is

Minnum á desemberuppbót 2020

Enn er skrifstofa stéttafélaganna lokuð vegna fyrmæla sóttvarnaryfirvalda og verður áfram lokuð þar til yfirvöld taka ákvörðun um að létta þessum kvöðum.  Þetta veldur félagsmönnum vissulega erfiðleikum og jafnvel auknu flækjustigi við að sinna erindum en við hjá Bárunni hvetjum fólk til að bíta á jaxlinn og þrauka eilítið lengur. Það er ljós við endann á göngunum og hillir undir eðlilegt líf með tilkomu bóluefna sem kynnt hafa verið síðustu dagana.

Fyrir þá sem þurfa að vera í sambandi við okkur minnum við á netfang Bárunnar, baran@baran.is og á símann 480 5000. Það er magnað hvað hægt er að gera með tækninni nú til dags og vegna mála sem er einhverra hluta vegna er ekki hægt að afgreiða gegnum síma eða tölvupóst þá er í einstaka tilvikum hægt að hitta starfsfólk gegnum fjarfundabúnað og í undantekningartilvikum, í eigin persónu. Það þarf þó að gerast með fyrirvara eftir nánara samkomulagi við starfsfólk skrifstofunnar.

En þó hér sé Covid sem breytt hefur gangi lífsins fyrir okkur þá heldur lífið áfram og sumt getur ekki beðið. Það styttist í jólin og rétt að huga að atriðum sem máli skipta. Til dæmis má vekja athygli á að um næstu mánaðarmót á launafólk að fá greidda Desemberuppbót. Við viljum hvetja fólk til að fylgjast með hvort hún skilar sér ekki örugglega. Hún er eilítið mismunandi milli kjarasamninga en hér á síðunni má sjá hvaða upphæðir eru til útborgunar miðað við hvar og á hvaða samningum fólk er að vinna.

Almennt fylgir þessi greiðsla með útborgun 1.desember t.d. hjá ríki og sveitarfélögum en í almenna kjarasamningnum er ákvæði um að greiða skuli desemberuppbót ekki seinna en 15.desember. Í öllu falli er rétt að passa upp á að þessi uppbót skili sér. Ef uppbótin skilar sér ekki um mánaðarmótin er rétt að spyrja launagreiðanda hverju sætir og ef svör eru ekki fullnægjandi þá er rétt að setja sig í samband við stéttarfélagið fyrr en seinna. Fyrir þá sem eru atvinnulausir nú um mundir eða eru á svokallaðri hlutabótaleið er rétt að setja sig í samband við Vinnumálastofnun.

Við viljum biðjast afsökunar fyrir okkar hönd fyrir að þurfa fara þessa leið en annað er ekki boði vegna fyrrnefndra fyrirmæla og ekki annað að gera en gera það besta úr stöðunni í góðri samvinnu við félagsmenn og aðra sem erindi eiga við Báruna.