Við vinnum fyrir þig

Translate to

Sumarfrí

Nú er orlofstímabilið hafið og margir farnir að huga að sumarfríinu. Þess má geta að allt launafólk á rétt á orlofi og orlofslaunum skv. orlofslögum. Orlofsrétturinn skiptist annars vegar í rétt til leyfis frá störfum og rétt til launa á þeim tíma.

Vinna er velferð – hvar eru tækifærin?

Í Dagskránni, fréttablaði Suðurlands 11. október  birtist grein eftir Halldóru Sigríður Sveinsdóttur formann Bárunnar, stéttarfélags. Í greininni fór Halldóra yfir stöðu atvinnumála á Suðurlandi og kynnti ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi Bárunnar 3. maí sl. Þar var samþykkt að skora á sveitarstjórnarmenn og þingmenn Suðurlands að taka höndum saman og vinna stórskipahöfn í Þorlákshöfn brautargengi.

Read more „Vinna er velferð – hvar eru tækifærin?“

Verslum í heimabyggð

Í gærkvöldi var á sjónvarpsstöðinni N4 viðtal við Hjalta Tómasson starfsmann Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi um verslun á Suðurlandi. Í viðtalinu hvatti Hjalti fólk til að versla í heimabyggð og rifjaði upp gamla sunnlenska slagorðið „styttum leiðina, spörum heiðina og verslum í heimabyggð“. Read more „Verslum í heimabyggð“

Halldóra formaður Bárunnar kjörin í nýja stjórn SGS

Á þingi Starfsgreinasambands Íslands sem lauk fyrr í dag voru samþykkt ný lög sambandsins þar sem umtalsverðar breytingar eru gerðar á stjórnskipulagi, hlutverki og starfsemi sambandsins. Að auk voru samþykktar fjórar nýjar reglugerðir sem er ætlað að styrkja starfsemina, efla upplýsingamiðlun SGS og skilgreina verkaskiptingu milli aðildarfélaganna og sambandsins.

Read more „Halldóra formaður Bárunnar kjörin í nýja stjórn SGS“

Gistimiðar

 

Báran stéttarfélag hefur samið við Edduhótel og Fosshótel um afsláttarkjör fyrir félagsmenn. Hótelin gefa út gistimiða sem eru til sölu á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna. Edduhótelin eru opin yfir sumartímann og mörg Fosshótel eru opin allt árið.

Read more „Gistimiðar“

Um 1000 manns tóku þátt í 1. maí hátíðarhöldum á Selfossi

Fjöldi fólks tók þátt í kröfugöngu dagsins á Selfossi sem lagði upp frá Tryggvatorgi klukkan 11 í morgun í blíðskaparveðri.  Gangan var upphafið að hátíðahöldum á baráttudegi verkalýðsins á Selfossi. Lúðrasveit Selfoss og félagar úr hestamannafélaginu Sleipni fóru fyrir göngumönnum og gengu fylktu liði að Austurvegi 56 þar sem hátíðarhöldin fóru fram.

 

Read more „Um 1000 manns tóku þátt í 1. maí hátíðarhöldum á Selfossi“