Við vinnum fyrir þig

Translate to

Taktu þátt með okkur í Kvennaverkfallinu

Kvennaverkfall 24. október 2023

Samstöðufundur verður haldinn í Reykjavík á Arnarhóli kl 14:00.

FOSS stéttarfélag og Báran, stéttarfélag ætla að taka höndum saman og bjóða upp á sætaferðir á baráttufundinn í Reykjavík.

Brottför er kl 12:30 frá Hótel Selfoss og heimferð er kl 16:00. Allar konur og kvár eru velkomnar í rútu en takmarkaður sætafjöldi er í boði.

Skráning fer fram með því að senda póst fyrir kl 8:00 á mánudagsmorgun 23. október á

foss@foss.bsrb.is eða baran@baran.is

Orlofshús Bárunnar, stéttarfélags um jól og áramót

Báran, stéttarfélag auglýsir orlofshús félagsins laus til umsókna fyrir jól og áramót, vikurnar:

  1. desember 2023 – 27. desember 2023
  2. desember 2023 – 3. janúar 2024.

Umsóknarfrestur verður frá 4. október til 31. október nk.

Hægt verður að sækja um á Orlofssíðu Bárunnar, einnig verður hægt að fá aðstoð við umsóknarferlið á skrifstofu félagsins að

Austurvegi 56, 800 Selfoss eða í síma Þjónustuskrifstofu

stéttarfélaganna, 480 5000.

Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir þann 3. nóvember nk.

Öllum umsóknum verður svarað.

Verð á vikudvöl í Þverlág 2, 4 og 6, Grýluhrauni og í orlofsíbúð á Akureyri er 22.000 kr. (12 punktar).

Leigutímabil er frá miðvikudegi til miðvikudags. Íbúðin

Sóltúni 28, Rvk. verður í sveigjanlegri leigu eins og verið

hefur.

Báran, stéttarfélag

Austurvegi 56, 800 Selfoss –  sími 480 5000

baran@baran.is – https://www.baran.is

Kvennaverkfall 2023

Kæru Bárukonur,

Eins og þið vitið vel er boðað til allsherjar- og heilsdagsverkfalls kvenna þann 24. október nk. Konur og kvár eru hvött til að mæta ekki til vinnu, annast ekki börnin, standa ekki ,,þriðju vaktina“ og eftirláta körlunum að sinna heimilinu, börnunum, eldra fólkinu og öllu hinu sem þær sinna samhliða sinni launuðu vinnu.

Fyrsta kvennaverkfallið (kvennafrí) árið 1975 var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið. Það sást með skýrum hætti m.a. þar sem leikskólar og grunnskólar lokuðu, kennsla féll niður í framhaldsskólum og Háskóla Íslands, þjónusta var skert eða loka þurfti í verslunum, bönkum og fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum. Fiskvinnsla og flug féll niður og konur lögðu niður störf á skipum sem voru úti við veiðar og svo mætti lengi telja.

ASÍ er á meðal þeirra samtaka sem efna til kvennaverkfalls. Á þeim tpælega 50 árum sem liðin eru frá fyrsta kvennaverkfallinu hefur náðst markverður árangur í jafnréttismálum þó enn sé langt í land.

  • Atvinnutekjur kvenna eru enn 21% lægri en karla og hefðbundin kvennastörf eru talsvert verr launuð en karlastörf.
  • Fólk sem starfar við ræstingar, umönnun og menntun barna og þjónustu við sjúka og aldraða myndar láglaunahópa í samfélaginu.
  • Atvinnuþátttaka kynjanna er svipuð – en konur bera langmesta ábyrgð á heimilishaldi og umönnun.

Auk þess kerfisbundna vanmats á störfum kvenna hér á landi eru önnur meginþemu verkfallsins kynbundið og kynferðislegt ofbeldi sem meira en 40% kvenna verða fyrir á lífsleiðinni.

 

Kvennaverkfallið er þó ekki verkfall eins og vinnulöggjöfin segir til um. Launafólk tekur þátt á eigin forsendum og hvetjum við konur og kvár að fá heimild hjá sínum yfirmanni til að taka þátt og berjast fyrir jafnrétti.

Báran, stéttarfélag hvetur atvinnurekendur til að heimila starfsfólki sínu að taka þátt án þess að skerða laun.

https://kvennafri.is/

Kvennaverkfall 2023 – almennt hvatningarbref

Women’s Strike 2023 – a letter of encouragement to individuals

Strajk kobiet

 

 

 

 

Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og ríkisins

Sameiginleg rafræn atkvæðagreiðsla félagsmanna aðildarfélaga SGS sem starfa samkvæmt kjarasamningnum hefst 16. júní kl. 15:00 og lýkur 21. júní kl. 09:00.

Til að geta kosið þarf að hafa rafræn skilríki eða íslykil.

Við hvetjum þá sem eiga aðild að þessum samning að kynna sér hann og nýta sinn kosningarétt.

Kjóstu með því að smella hér

Hér er hægt að lesa nánar um þennan samning sem samningarnefnd Bárunnar, stéttarfélags telur reglulega góðan og gefur góða von um framhaldið á komandi kjarasamningsvetri.

Helstu atriði um kjarasamning SGS og ríkisins 2023-2024

 

Happdrætti Bárunnar, stéttarfélags

Kæri félagsmaður,

Við hjá Bárunni, stéttarfélagi erum ávallt að leita leiða til að bæta tengingu okkar við félagsmenn og erum við þessi misserin í sérstöku átaki til að bæta tengiliðaupplýsingar hjá okkar félagsmönnum. Þessar upplýsingar notum við til að geta átt í betri samskiptum við okkar félagsmenn Bárunnar, eins og til dæmis þegar kosið er um kjarasamninga og hvetja félagsmenn að sækja fundi félagsins ásamt almennri upplýsingagjöf. Mjög mikilvægt er fyrir starfsfólk Bárunnar að þessar upplýsingar séu réttar svo við getum náð á félagsmenn varðandi styrki úr sjúkrasjóð. Sjúkradagpeninga og einnig varðandi menntastyrki.

Við höfum unnið markvisst að því að safna þessum upplýsingum og viljum gera ennþá betur og hvetjum við því alla að fara inn á mínar síður og athuga hvort að allar upplýsingar séu réttar og leiðrétta ef þess þarf. Persónuverndarverndastefna Bárunnar var nýlega uppfærð og þurfa félagsmenn núna að samþykkja hana við innskráningu inn á mínar síður. Hægt er lesa persónuverndarstefnuna hér Persónuverndarstefna Bárunnar.

Þegar þú hefur skráð eða uppfært þínar tengiliðaupplýsingar geturðu tekið þátt í happdrætti Bárunnar þar sem vinningarnir eru ekki af verri endanum.

Smelltu hér til að fara á mínar síður

 

Vinningarnir eru:
1. 40.000 kr. peningagjafakort
2. Vikudvöl í sumarhúsi á vegum Bárunnar
3. Helgardvöl í sumarhúsi á vegum Bárunnar

Útilegu og veiðikort 2023

Útilegukortið og veiðikortið eru til sölu á skrifstofu Bárunnar að Austurvegi 56.

Greiða þarf með reiðufé eða millifærslu. Ekki er hægt að greiða með korti

 

Útilegukortið kostar 7.000kr

Veiðikortið kostar 4.300kr

Fréttabréf Bárunnar, stéttarfélags

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags

Aðalfundur Bárunnar var haldinn á Hótel Selfossi 15. maí síðasrtliðinn. Fundurinn var ágætlega sóttur og var farið yfir ýmis mál, má þar nefna: Skýrslu stjórnar, ársreikningur samþykktur og kemur hann inn á heimasíðuna innan skamms, svo voru einnig kynntar breytingar á úthlutunarreglum sjúkrasjóðs Bárunnar, stéttarfélags.

 

Breytingarnar sem gerðar voru á styrkjum sjúkrasjóðs Bárunnar eru eftirfarandi:

Meðferð hjá eftirfarandi aðilum: lögiltum sjúkraþjálfara, sjúkranuddara eða kírópraktor. Greitt er 50% af kostnaði að hámarki 5.000.-kr í fyrsta skipti, hámark 2.000.-kr í hvert skipti eftir það.Hámark 36 skipti á hverjum 12 mánuðum (óháð félagsgjaldi). Yfirlit meðferða verður að fylgja.“

breytt hámark úr kr. 2000 í 2.500 (hækkun). Skiptin fara úr 36 í 46.

 

Viðtal hjá sálfræðingi, geðhjúkrunarfræðingi, félags eða fjölskylduráðgjafa. Greitt er 50% af kostnaði að hámarki 7.000.- kr. 12 skipti á hverjum 12 mánuðum. Falli viðtal undir afsláttarkjör annarstaðar (t.d. Tryggingarstofnun) fellur rétturinn niður. Yfirlit meðferða verður að fylgja.“

Styrkur hækkaðuir úr kr. 7.000 í 10.000

 

Reglubundin krabbameinsskoðun endurgreiðist að fullu (óháð félagsgjaldi). Hámark  endurgreiðslu er 12.000 kr. á hverju 12 mánaða tímabili.

Krabbameinsskoðun hækkar úr kr. 12.000 í 18.000 á hverju 12 mánaða tímabili.

 

Kaup á gleraugum, linsum eða heyrnatæki. Greitt er 50% af kostnaði að hámarki 50.000.-  kr. Hægt er að sækja um styrkinn einu sinni á hverjum 36 mánuðum. Ef styrkur er ekki  fullnýttur má nýta hann innan þriggja ára.

Gleraugu og heyrnartæki. Hækka úr kr. 50.000 í 65.000.

 

Styrkur til líkamsræktar/ heilsueflingar er 50% af kostnaði þó að hámarki 50.000 á hverju almanaksári. Skilgreining á heilsueflingu er viðurkenndar íþróttagreinar samkvæmt ÍSÍ – Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (http://isi.is/um-isi/vidurkenndar-ithrottagreinar/) og fellur undir að vera æfinga og/eða aðildargjöld.

Styrkur hækkar úr kr. 50.000 í 55.000

 

Tannlæknakostnaður: Styrkur vegna tannlækninga er að hámarki kr. 20.000 á 12 mánaða tímabil.

Tannlæknakostnaður hækkar úr kr. 20.000 í 25.000.

 

Samanlagðir styrkir  er að hámarki 100.000,- kr. á hvern einstakling á 12 mánaða tímabili fyrir fullgreiðandi félagsmann og hlutfallslega ef það á við. Fæðingastyrkur, dánarbætur, útfararkostnaður eru óháðir öðrum styrkjum.

Samanlagðir styrkir hækka úr kr. 100.000 í 120.000

 

 

Tenging við félagsmenn

Við hjá Bárunni, stéttarfélagi erum ávallt að leita leiða til að bæta tengingu okkar við félagsmenn og erum við þessi misserin í sérstöku átaki til að bæta tengiliðaupplýsingar hjá okkar félagsmönnum. Þessar upplýsingar notum við til að geta átt í betri samskiptum við okkar félagsmenn Bárunnar, eins og til dæmis þegar kosið er um kjarasamninga og hvetja félagsmenn að sækja fundi félagsins ásamt almennri upplýsingagjöf. Mjög mikilvægt er fyrir starfsfólk Bárunnar að þessar upplýsingar séu réttar svo við getum náð á félagsmenn varðandi styrki úr sjúkrasjóð. Sjúkradagpeninga og einnig varðandi menntastyrki.

Við höfum unnið markvisst að því að safna þessum upplýsingum og viljum gera ennþá betur og hvetjum við því alla að fara inn á mínar síður og athuga hvort að allar upplýsingar séu réttar og leiðrétta ef þess þarf. Persónuverndarverndastefna Bárunnar var nýlega uppfærð og þurfa félagsmenn núna að samþykkja hana við innskráningu inn á mínar síður. Hægt er lesa persónuverndarstefnuna hér Persónuverndarstefna Bárunnar.

 

Við hvetjum alla okkar félagsmenn til að uppfæra sínar tengiliðaupplýsingar og taka þátt í happdrættinu.

 

 

 

Eru þínar tryggingar í lagi?

Í kjölfar undirritunar samnings Bárunnar, stéttarfélags og VÍS býðst félagsmönnum að fá tilboð í sínar tryggingar. Núverandi viðskiptavinir eru einnig hvattir til að heyra í VÍS til að yfirfara tryggingarnar sínar.

Það er skynsamlegt að yfirfara tryggingaverndina reglulega, til dæmis þegar breytingar verða á fjölskyldustærð, verðmæti innbús eða stærð húsnæðis.

Með því að fara inn á https://vis.is/baran-verkalydsfelag/ geta félagsmenn fyllt út form og ráðgjafar hafa samband í kjölfarið.

 

Orlofsuppbót 2023

Orlofsuppbót á að koma til greiðslu 1. júní hjá starfsfólki á almennum vinnumarkaði og hjá ríkinu.

  • Almenni samningur milli SGS og SA – 56.000 kr
  • Samningur f.h. Ríkissjóðs og SGS – 53.000 kr (ósamið)
  • Samingur SGS og Launanefndar sveitarfélaga – 54.350 kr
  • Samningur SA vegna Sólheima við Báruna, stéttarfélag – 53.000 kr (ósamið)
  • Skaftholt – 54.350 kr
  • Vinnustaðasamningur Mjólkurbús Flóamanna – 56.000 kr
  • Bændsamtök Íslands og SGS – 56.000 kr
  • Landsamband smábátaeigenda og SGS – 56.000 kr
  • Landsvirkjun og SGS – 149.400 kr

 

Hinn 1. júní ár hvert skal starfsmaður sem er í starfi til 30. apríl næst á undan, fá greidda sérstaka eingreiðslu, orlofsuppbót, er miðast við fullt starf næstliðið orlofsár. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Hafi starfsmaður látið af störfum á orlofsárinu vegna aldurs eða eftir a.m.k. 3 mánaða/12 vikna samfellt starf á orlofsárinu, skal hann fá greidda orlofsuppbót hlutfallslega miðað við unninn tíma og starfshlutfall. Sama gildir ef starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða vegna fæðingarorlofs.

 

 

 

Fordæma uppsagnir og framkvæmd þeirra hjá Sveitarfélaginu Árborg.

Í lok apríl sl. fékk fjöldi starfsmanna afhent uppsagnarbréf á ískaldan hátt frá Sveitarfélaginu Árborg. Misjafnt var hvernig uppsögnum var háttað. Dæmi voru um að starfsfólk var látið bíða í röð eftir að mæta í viðtalsherbergi þar sem þeir sem voru á undan komu út gjörsamlega niðurbrotnir. Í einhverjum tilfellum mættu fulltrúar inn á stofnanir og sáu um framkvæmd uppsagna án þess að hafa hitt viðkomandi áður. Eina sem var í boði á þessari niðurlægjandi stund voru einhverjar kennslustundir ráðgjafafyrirtækis í að leita að vinnu.

 

Báran, stéttarfélag og Foss stéttarfélag í almannaþjónustu mótmæla harðlega framkvæmd uppsagna starfsmanna Sveitarfélagsins Árborgar. Íbúum er mjög brugðið og ekki er séð fyrir endann á því hvað það eru margir sem koma til með að missa vinnuna. Sveitarfélögin bera ákveðnar skyldur gagnvart íbúum og samfélaginu. Hvaða áhrif mun þetta hafa á þær skyldur.

Þetta er kunnuglegt stef hjá Sveitarfélaginu Árborg því ekki er langt síðan að uppsagnir á ræstingafólki áttu að hagræða verulega í rekstri. Stéttarfélögin lýsa áhyggjum sínum yfir því að þetta bitni fyrst og fremst á

  • Konum
  • Lágtekjuhópum
  • Þjónustuþegum
  • Þjónustu almennt

Þetta eru kaldar kveðjur frá bæjarstjórn og vægast sagt lítilsvirðing fyrir störfum þessara hópa sem starfað hafa af heilum hug. Því miður virðast gömul sannindi vera að raungerast enn og aftur með því að segja þeim upp sem lægst hafa launin þegar spara þarf fjármuni, en hlífa þeim sem hæstu launin hafa. Félögin skora á bæjarstjórn að finna aðrar leiðir til hagræðingar og draga uppsagnir hjá fyrrgreindum hópum til baka. Ímynd Sveitarfélagsins Árborgar hefur orðið fyrir álitshnekk.

Það má draga þá ályktun að það sé gott að búa í Árborg á meðan þú þarft ekki á þjónustu sveitarfélagsins að halda.

 

Selfossi 08.05.2023

f.h Bárunnar, stéttarfélags                                          f.h Foss stéttarfélags í almannaþjónustu

Halldóra Sigr. Sveinsdóttir Formaður                        Árný Erla Bjarnadóttir formaður