Borgartún 24A – Nýr orlofshúsakostur Bárunnar
Félagið keypti fyrr á árinu stórglæsilega íbúð að Borgartúni 24A, íbúð 309 og er hægt að leigja hana frá og með föstudaginn 13. september næstkomandi.
Frá og með deginum í dag er hægt að leigja hana út, hún verður í sveigjanlegri leigu, fyrstur kemur fyrstur fær.
Stök Nótt: 8.000.-
Helgarleiga: 20.000.-
Vikuleiga: 28.000.-
Bæta við sólahring: 5.500.-
Við óskum Félagsmönnum til hamingju með nýju eignina og þökkum öllum þeim sem komu að því að standsetja hana.
Myndir eru hér fyrir neðan
Íbúðin er á þriðju hæð í nýbyggðu fjölbýlishúsi. Í húsinu er friðsælt miðjusvæði og tvennir þakgarðar til afnota fyrir alla íbúa hússins.
Inngangur í húsið er frá Borgartúni en aðkoma í bílageymslu er frá Nóatúni.
Öll þjónusta er í næsta nágrenni, og ber þá fyrst að nefna Krónuna, N1 og mathöllina B29. Hlemmur er í göngufjarlægð og stutt í apótek, blómabúð, bakarí og fleira.
Íbúð 309 er 105 m2 á 3. hæð. Í íbúðinni er alrými sem saman stendur af vel útbúnu eldhúsi og stofu með útgengi á svalir. Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi og þvottahús.
Einnig er barnarúm og barnastóll. Gasgrill, sjónvarp, þvottavél og þurrkari. Ræstiefni eru í íbúðinni og áhöld til ræstinga.
Það þarf að taka með sér sængurfatnað, handklæði, handsápu, viskastykki og borðklúta.
Svefnaðstaða er fyrir sex, sængur og koddar eru fyrir 6 manns.
• Bílastæði í bílakjallara fylgir íbúðinni.
• Þráðlaust net er í húsinu.
• Gæludýr eru ekki leyfð í húsinu.