Við vinnum fyrir þig

Translate to

Febrúar Fréttabréf Bárunnar

Við höfum greitt út úr Félagsmannasjóði fyrir árið 2024, en eins og oft áður vantar okkur bankaupplýsingar frá nokkrum félagsmönnum sem eiga rétt á greiðslu.

Félagsmannasjóðurinn er fyrir starfsfólk sveitarfélaga. Atvinnurekendur greiða í hann mánaðarlega, alls 2,2% af heildarlaunum. Ef þú starfar eða starfaðir hjá sveitarfélagi eða stofnunum þeirra árið 2024, skráðu þig inn á félagsvefinn okkar og settu inn bankaupplýsingar svo við getum komið greiðslunni til þín.

Félagsvefur

 

Launahækkanir fyrir félagsmenn Bárunnar

Þann 1. janúar síðastliðinn hækkuðu laun félagsmanna Bárunnar sem starfa á almennum vinnumarkaði og í hótelum, veitingahúsum, í samræmi við kjarasamninga. Þessar hækkanir voru greiddar út með launum þann 1. febrúar síðastliðinn.

Við hvetjum félagsmenn til að fara vel yfir launaseðlana sína og ganga úr skugga um að launahækkunin hafi skilað sér. Ef upp koma villur eða vantar upp á greiðslur er mikilvægt að hafa strax samband við atvinnurekanda og krefjast leiðréttingar. Starfsfólk Bárunnar er einnig til staðar til að aðstoða ef þörf krefur.

Hækkanir á launum og kjaratengdum liðum 

  • Föst mánaðarlaun í dagvinnu hækka um 3,5%, þó aldrei um minna en 23.750 krónur, nema annað sé tilgreint í launatöflum kjarasamningsins.
  • Kjaratengdir liðir kjarasamningsins hækka einnig um 3,5%, nema um annað hafi verið samið.

Við höfum tekið upp tímapöntunarkerfi fyrir félagsmenn sem vilja fá ráðgjöf á skrifstofu okkar. Á heimasíðunni okkar finnurðu nú hnappinn "Bóka tíma í ráðgjöf", sem leiðir þig á skráningarform. Þar er gott að tilgreina hvað þú vilt ræða, svo kjaramálafulltrúar okkar geti undirbúið sig og afgreitt erindið hratt og vel.

Með þessu aukum við þjónustustigið fyrir þá sem þurfa persónulega ráðgjöf, og hvetjum alla til að bóka tíma ef þeir þurfa aðstoð. Athugið að ekki er hægt að tryggja ráðgjöf á skrifstofu nema með fyrirfram bókuðum tíma.

Að sjálfsögðu er enn hægt að senda okkur tölvupóst eða hringja með fyrirspurnir.

Panta tíma

 

Okkur hafa borist ábendingar um að umgengni í orlofshúsunum sé nú oftar ekki til fyrirmyndar. Þessi hús eru ekki aðeins eign félagsins heldur sameiginleg eign allra félagsmanna, og það er á ábyrgð okkar allra að halda þeim í góðu ástandi.

Við viljum því hvetja alla sem nýta sér orlofshúsin til að ganga vel um, þrífa vandlega og ganga úr skugga um að næsti gestur fái hús í sama góða ástandi og þeir sjálfir vildu taka við því. Það er einföld kurteisi og virðing gagnvart félögum okkar sem einnig vilja njóta orlofsins í hreinu og vel viðhöldnu húsnæði.

Við viljum einnig vekja athygli félagsmanna á því að gæludýr eru ekki leyfð í neinum af orlofshúsum okkar, nema í Þverlág 2 á Flúðum. Gæludýraeigendur eru vinsamlegast beiðnir að virða þessa reglu.

Þegar allir leggja sitt af mörkum tryggjum við að orlofshúsin haldist í góðu ástandi til framtíðar og að sem flestir geti notið þeirra með ánægju. Því biðlum við til félagsmanna: sýnum ábyrgð og umgöngumst þessi sameiginlegu gæði af virðingu.

 

Kveðja,
Starfsfólk Bárunnar, stéttarfélags