Við vinnum fyrir þig

Translate to

Öskudagurinn

Það var líf og fjör á Austurvegi 56 í dag af tilefni af öskudegi. Margir hressir krakkar í skrautlegum búningum tóku lagið. Í hópnum mátti sjá sjóræningja, beinagrind, kjúkling og trúð. Krakkar takk fyrir komuna, það var gaman að fá ykkur í heimsókn.

Stutt frétt af kjaraviðræðum

Kjaraviðræður þokast enn áfram smátt og smátt. Innan Starfsgreinasambandsins og annarra aðildarsambanda ASÍ er nú stefnt að þriggja ára samningi sem byggir m.a. á úrbótum í efnahagsmálum, atvinnumálum og félagsmálum. Sá þáttur snýr að ríkisvaldinu og gæti orðið snúinn viðfangs, einkum umræðan um orkuöflun og virkjanir í tengslum við atvinnuuppbygginguna. Náist ekki fljótlega viðunandi samkomulag við …

Eljan

Fyrirhugað er að næsta tölublað Eljunnar fréttablað Bárunnar, stéttarfélags og Verslunarmannafélags Suðurlands  komi út um miðjan apríl. Þessa dagana er verið að undirbúa útgáfu blaðsins.  Aðsendar greinar og tillögur að efni í blaðið skulu berast fyrir 20. mars næstkomandi. Nánari upplýsingar á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna í síma 480-5000.

Hádegisverðarfundur í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars

Staða konunnar er laus til umsóknar – jafnrétti úr viðjum vanans, er yfirskrift hádegisverðarfundar sem haldin verður á Grand hótel þriðjudaginn 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Fundurinn verður í Hvammi og hefst kl. 11:45. Á fundinum verða flutt þrjú áhugaverð erindi auk þess sem í boði verður léttur hádegisverður. Aðgangseyrir er 1900 kr. Dagskrá …

Vörukarfan hefur hækkað um 5% í Bónus frá því í nóvember

Miklar hækkanir hafa orðið frá því í haust á grænmeti, ávöxtum, mjólkurvörum, ostum og kjötvörum í vörukörfu ASÍ, að því er fram kemur í nýrri mælingu verðlagseftirlitsins sem gerð var í febrúar (vika 7). Við samanburð á mælingu verðlagseftirlitsins frá því í nóvember 2010 (vika 44) og nú í febrúar, hækkar vörukarfan í öllum verslunum …

Gangur kjaraviðræðna

Samninganefnd ASÍ hitti forystu SA á fundi hjá ríkissáttasemjara 10. febrúar til að freista þess að koma kjaraviðræðum í gang að nýju en þær höfðu að mestu legið niðri í tvær vikur vegna þeirrar kröfu SA að niðurstaða vegna breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu lægju fyrir áður en samið yrði. Niðurstaða þess fundar var að hefja samningaviðræður …

Fréttir af samningamálum

Samkvæmt fréttum sem berast úr Karphúsinu þá ganga viðræður um ýmsa kafla aðalkjarasamnings nokkuð vel og þegar er búið að skrifa undir nokkra þeirra. Í þessari viku hefur verið unnið í samningum vegna kjötvinnslunnar og í veikinda og slysamálum, þ.e. skilgreiningum á vinnuslysum. Mesta vinnan felst í að lagfæra taxta og sníða samninga að nýjum …

Ný skoðanakönnun – langflestir vilja sameiginlega launastefnu

Ný skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir ASÍ sýnir að 94% þeirra sem taka afstöðu vilja sambærilegar launahækkanir fyrir alla í komandi kjarasamningum á móti 6% sem vilja meiri launahækkanir til þeirra sem starfa í útflutningsgreinum. Þá vilja 48% að verkalýðshreyfingin leggi mesta áherslu á að tryggja kaupmátt launa í yfirstandandi kjaraviðræðum en 24% …

Mikilvægi trúnaðarmanna á vinnustöðum

Einn mikilvægasti tengiliður hvers stéttarfélags við félagsmenn sína er trúnaðarmaðurinn. Starf trúnaðarmannsins er oft misskilið og jafnvel gert lítið úr því en með bættri fræðslu og aukinni áherslu stéttarfélaganna sjálfra er það óðum að breytast. Í sumum félögum hefur alla tíð verið haldið vel utan um trúnaðarmenn, en önnur félög hafa ekki verið nógu vakandi …