
Fréttabréf Bárunnar – Október

Nýjir orlofshúsakostir - Stórglæsilegir bústaðir í Grímsnesi
Nú í nóvember bætast við tveir nýir orlofshúsakostir í landi Þórisstaða í Grímsnesi, til útleigu fyrir félagsmenn. Með þessu fjölgar húsunum í níu, og þau eru öll tilvalin til að njóta samveru og hvíldar.
Bústaðirnir eru staðsettir í fallegu umhverfi Grímsnessins og bjóða upp á nútímalega aðstöðu þar sem allt er til alls, auk þess sem annar þeirra er með saunaklefa. Félagsmenn hafa verið duglegir að nýta sér orlofshúsin og því hlökkum við til að bæta þessum stórglæsilegum valkostum til útleigu í nóvember. Nánari dagsetning auglýst síðar.

46. Þing ASÍ
Dagana 16.-18. október 2024 var 46. þing Alþýðusambands Íslands (ASÍ) haldið á Hótel Reykjavík Nordica. Báran, stéttarfélag á Suðurlandi, átti fimm fulltrúa á þinginu: Halldóru Sigríði Sveinsdóttur, Magnús Ragnar Magnússon, Helgu Flosadóttur, Jón Þröst Jóhannesson og Örn Braga Tryggvason.
Undirbúningur fyrir þingið var víðtækur, og fór ASÍ í tvær hringferðir um landið þar sem málefnavinna var unnin með aðildarfélögum. Báran tók þátt í þessari vinnu og ásamt átta öðrum félögum lagði félagið til að vinnumarkaðsmál yrðu sett á dagskrá þingsins. Tillagan var samþykkt og tekin fyrir í alsherjarnefnd.
Tillagan í heild sinni

Úthlutun Orlofshúsa um Jól og áramót
Umsóknarfrestur verður frá 10. október kl. 10:00 til 23. október kl.10:00 nk. Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir þann 25. október nk.
Báran, stéttarfélag auglýsir orlofshús félagsins( Þverlág 2, 4, 6, Grýluhraun, Ásatún) laus til umsókna fyrir jól og áramót, vikurnar
20. desember 2024 – 27. desember 2024
27. desember 2024 – 3. janúar 2025
Hægt verður að sækja um á Orlofssíðu Bárunnar, einnig verður hægt að fá aðstoð við umsóknarferlið á skrifstofu félagsins að Austurvegi 56, 800.
Einnig er hægt að finna leiðbeiningar hér.
Orlofsvefur
Öllum umsóknum verður svarað.
Leigutímabil er frá föstudegi til föstudags.
Íbúðirnar Sóltúni 28, og Borgartúni 24 í Rvk. verða í sveigjanlegri leigu.
Fyrirkomulag á útleigu nýju bústaðana að Þórisstöðum um jól og áramót verður auglýst seinna
- Punktakostnaður - 12 punktar
- Hvenær á að hætta að taka á móti umsóknum 23.10.2024 kl:10
- Hvenær á að úthluta 25.10.2024
- Hver er greiðslufrestur - 04.11.2024
- Fjöldi valmöguleika sem hver má setja inn – 3 val

Trúnaðarmanna átak - Sterkari tengsl
Báran stendur þessa dagana í átaki til að bæta við trúnaðarmönnum og auka tengsl við þá sem þegar gegna þessu mikilvæga hlutverki. Trúnaðarmenn eru hryggjarstykkið í starfi stéttarfélagsins og gegna lykilhlutverki við að tryggja gott upplýsingaflæði til og frá vinnustöðum.
Til að leiða þetta átak var fengin Ragnheiður Skúladóttir, sem áður hefur starfað hjá félaginu, og hefur verkefnið farið vel af stað. Markmiðið er að tryggja sterkara tengslanet trúnaðarmanna á sem flestum vinnustöðum. Ef þú hefur áhuga á að fá trúnaðarmann á þinn vinnustað, ekki hika við að hafa samband við okkur á baran@baran.is.
Hlutverk Trúnaðarmanna
Kveðja
Starfsfólk Bárunnar, stéttarfélags