Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fréttabréf Bárunnar, Nóvember

Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót/persónuuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót/persónuuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Uppbótin er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga.

Eins og alltaf er mikilvægt að skoða launaseðilinn.

Desemberuppbótin er mismunandi eftir samningum

 

Almenni samningur milli SGS og SA

106.000 kr.

Samningur f.h. Ríkissjóðs og SGS

106.000 kr.

Samingur SGS og Launanefndar sveitarfélaga

135.500 kr

Samningur SA vegna Sólheima við Báruna, stéttarfélag

106.000 kr.

Kjarasamningur milli Bárunnar, stéttarf og Skaftholts

135.500 kr.

Vinnustaðasamningur Mjólkurbús Flóamanna

106.000 kr.

Bændsamtök Íslands og SGS

106.00 kr.

Landsamband smábátaeigenda og SGS

106.000 kr.

Landsvirkjun og SGS

154.000 kr.

Kjarasamningur SGS og NPS miðstöðvarinnar

106.000 kr.

Félagið keypti fyrr á árinu stórglæsilega Sumarbústaði í landi Þórisstaða 2, hægt að leigja Þá frá og með föstudeginum 22.Nóvember næstkomandi.
Þeir verða í sveigjanlegri leigu fram að páskum, fyrstur kemur fyrstur fær.

Þar með eru orlofseignir félagtsins orðnar níu talsins.

 

Stök Nótt: 8.000.-
Helgarleiga:
 20.000.-
Vikuleiga: 28.000.-
Bæta við sólahring: 5.500.-

Bústaðarnir er um 144 fm, 3 svefnherbergi eru í húsinu, eldhús, stofa og baðherbergi með sturtu og gestasalerni.

Við óskum Félagsmönnum til hamingju með nýju eigninar

Einnig er enn nokkrar lausar vikur í kringum jól og áramót og hvetjum við félagsmenn til að nýta sér það.

Hægt er að leigja með því að skrá sig inn á félagsvef Bárunnar

 

Orlofsvefur