Við vinnum fyrir þig

Translate to

Eingreiðsla og álag á orlofsuppbót

Rétt er að vekja athygli á að 50.000,- eingreiðsla samkvæmt nýjum kjarasamning skal koma til greiðslu núna um næstu mánaðarmót, þ.e. eigi síðar en 1. júní 2011. 

Orlofsuppbót kr. 26.900,- greiðist 1. júní. Álag á orlofsuppbót kr. 10.000,- greiðist einnig 1. júní.

Í samningnum segir orðrétt:

Eingreiðsla í júní kr. 50.000 fyrir starfsmann í fullu starfi í mánuðunum mars, apríl, maí.

Starfsmenn sem létu af störfum í apríl eða eru í hlutastarfi fá hlutfallslega greiðslu miðað við starfstíma í í mars og apríl.

Starfsmenn sem hófu störf í mars, apríl eða fyrir 5. maí fá hlutfallslega greiðslu miðað við starfstíma í þessum mánuðum.

Rétt er einnig að benda á að viðmiðunartíminn eru fyrrgreindir mánuðir.

Starfsmaður sem hefur störf eftir 6. maí á ekki rétt á eingreiðslu eða álagi á orlofsuppbót.

Dæmi:
Starfsmaður sem hefur störf 15. apríl og er í starfi til a.m.k. loka maí fær þannig greiddar kr.25.127,-
(50.000/3= 16.666,66/21,67×11= 8.460,- +16.666,66= 25.127)

Starfsmaður hefur störf 5. maí og er í starfi til a.m.k. loka maí fær greiddar kr. 14.613,-
(50.000/3= 16.666,66/21,67×19= 14.613,-)

Kjarasamningar samþykktir

Þau aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands sem sambandið hafði samningsumboð fyrir í kjaraviðræðum hafa öll samþykkt nýgerðan kjarasamning við Samtök Atvinnulífsins. Samningurinn gengur í gildi 1.júní nk. og gildir til þriggja ára svo framarlega sem ríkisvaldið og Alþingi skili sínu.

Félögin sem Starfsgreinasambandið fór með umboð fyrir má sjá hér að neðan ásamt sundurliðun úrslita úr kosningu hvers félags fyrir sig.

AFL starfsgreinafélag

Á kjörskrá voru 1569 manns og af þeim greiddu 507 atkvæði eða 32% félagsmanna.

Já sögðu 445 eða 87,8%

Nei sögðu 60 eða 11,8%

Auðir og ógildir seðlar voru 2 eða 0,4%

 

Aldan stéttarfélag

Á kjörskrá voru 544 manns og af þeim greiddu 146 atkvæði eða 27% félagsmanna.

Já sögðu 121 eða 83%

Nei sögðu 22 eða 15%

Auðir og ógildir seðlar voru 3 eða 2%

 

Báran stéttarfélag

Á kjörskrá voru 1265 manns og af þeim greiddu 278 atkvæði eða 22% félagsmanna.

Já sögðu 242 eða 87%

Nei sögðu 34 eða 12%

Auðir og ógildir seðlar voru 2 eða 1%

 

Drífandi stéttarfélag

Á kjörskrá voru 427 manns og af þeim greiddu 186 atkvæði eða 44% félagsmanna.

Já sögðu 130 eða 70%

Nei sögðu 56 eða 30%

Engum auðum eða ógildum seðlum var skilað inn

 

Eining-Iðja

Á kjörskrá voru 2461 manns og af þeim greiddu 778 atkvæði eða 32% félagsmanna.

Já sögðu 660 eða 85%

Nei sögðu 101 eða 13%

Auðir og ógildir seðlar voru 17 eða 2%

 

Stéttarfélag Vesturlands

Á kjörskrá voru 328 manns og af þeim greiddu 105 atkvæði eða 32% félagsmanna.

Já sögðu 93 eða 89%

Nei sögðu 11 eða 10%

Auðir og ógildir seðlar voru 1 eða 1%

 

Stéttarfélagið Samstaða

Á kjörskrá voru 257 manns og af þeim greiddu 116 atkvæði eða 45% félagsmanna.

Já sögðu 102 eða 88%

Nei sögðu 10 eða 9%

Auðir og ógildir seðlar voru 4 eða 3%

 

Verkalýðsfélag Grindavíkur

Á kjörskrá voru 453 manns og af þeim greiddu 25 atkvæði eða 6% félagsmanna.

Já sögðu 23 eða 92%

Nei sögðu 2 eða 8%

Engum auðum eða ógildum seðlum var skilað inn

 

Verkalýðsfélag Snæfellinga

Á kjörskrá voru 1103 manns og af þeim greiddu 205 atkvæði eða 18% félagsmanna.

Já sögðu 182 eða 89%

Nei sögðu 19 eða 9%

Auðir og ógildir seðlar voru 5 eða 2%

 

Verkalýðsfélag Suðurlands

Á kjörskrá voru 380 manns og af þeim greiddu 182 atkvæði eða 48% félagsmanna.

Já sögðu 168 eða 92,3%

Nei sögðu 8 eða 4,4%

Auðir og ógildir seðlar voru 6 eða 3,3%

 

Verkalýðsfélag Vestfirðinga

Á kjörskrá voru 649 manns og af þeim greiddu 285 atkvæði eða 44% félagsmanna.

Já sögðu 277 eða 97%

Nei sögðu 6 eða 2%

Auðir og ógildir seðlar voru 2 eða 1%

 

Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur

Á kjörskrá voru 50 manns og af þeim greiddu 9 atkvæði eða 18% félagsmanna.

Já sögðu 8 eða 89%

Nei sögðu 1 eða 11%

Engum auðum eða ógildum seðlum var skilað inn

 

Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis

Á kjörskrá voru 309 manns og af þeim greiddu 129 atkvæði eða 42% félagsmanna.

Já sögðu 116 eða 89,9%

Nei sögðu 7 eða 5,4%

Auðir og ógildir seðlar voru 6 eða 4,7%

Tekið af heimasíðu SGS

Mikill meirihluti félagsmanna Bárunnar, stéttarfélags segir já

Niðurstaða Kjörstjórnar Bárunnar stéttarfélags vegna atkvæðagreiðslu um kjarasamning milli SGS og SA liggur fyrir. Já sögðu 87%. Atkvæðagreiðslan stóð yfir frá því kjörseðlar voru sendir út til félagsmanna þann 12. maí sl. og lauk kl. 16.00 í gær. Niðurstaðan hefur verið tilkynnt sáttasemjara og Samtökum atvinnulífsins.

Tvö ný fræðsluerindi um kjarasamningana

Sú nýjung hefur verið tekin upp við kynningu á nýgerðum kjarasamningum aðildarsamtaka ASÍ og SA að sérfræðingar Alþýðusambandsins taka fyrir einstaka þætti samningsins og segja frá þeim á sérstökum vídeófundum.

Þegar hafa þrjú slík erindi verið tekin upp. Þau fjalla um kjaralið samninganna, efnahags- og atvinnumálahlið samninganna og þau atriði sem voru á sameiginlegu borði en þar er um að ræða allskyns réttindamál.

Vídeófundina má sjá hér:
https://asi.is/desktopdefault.aspx/tabid-488/698_read-2936/

Tekið af heimasíðu ASÍ

Ágæt mæting á aðalfund Bárunnar

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags var haldinn 16. maí sl. Á fundinum var farið yfir störf félagsins á síðasta ári í skýrslu stjórnar og kynntur ársreikningur félagsins.  Á fundinum var kosið til hluta stjórnar og í nefndir félagsins til næsta aðalfundar. Samþykktar voru breytingar á lögum félagsins um stjórnarkjör.

Töluverðar breytingar urðu á stjórn félagsins. Þrír stjórnarmenn gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu, þau Jóhannes Kjartansson, Ingibjörg Guðmundsdóttir og Steingrímur Jónsson. Öll hafa þau sinnt verkalýðsbaráttu í mörg ár og er mikil eftirsjá að þeim. Báran, stéttarfélag þakkar þeim fyrir vel unnin störf í gegnum árin og óskar þeim velfarnaðar.

Einnig voru breytingar samþykktar á reglugerð sjúkrasjóðsfélagsins. Bætt var inn nýjum lið, 14.5 og er markmiðið með breytingunni að vekja athygli sjóðsfélaga sem hafa verið frá vinnu vegna slysa eða veikinda á starfsemi Virk, starfsendurhæfingar og hvetja þá til að hafa samband við Virk.

Kynntar voru hugmyndir um að sjúkrasjóður kaupi íbúð fyrir félagsmenn sem þurfa að leita læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu og dvelja um lengri tíma.

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags.

Við minnum á aðalfund Bárunnar, stéttarfélags í kvöld kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í sal Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna Austurvegi 56 Selfossi.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Boðið verður upp á léttar veitingar á fundinum. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í ákvörðunum sem varða félagið. Styrkur hvers félags felst í virkri þáttöku félagsmanna.

 

Stjórnin.

Vegna kjarasamninga

Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla vegna kjarasamninga. Kjörseðlar hafa verið sendir út til þeirra félagsmanna Bárunnar, stéttarfélags sem rétt hafa til að greiða atkvæði samkvæmt gögnum stéttarfélagsins.

Hafi einhverjir félagsmenn ekki fengið kjörseðla en telja sig eiga rétt á að greiða atkvæði er þeim bent á að hafa samband við Hjalta Tómasson eða Þór Hreinsson á skrifstofu Bárunnar, stéttarfélags í síma 480 5000 eða á netföngin hjaltit@midja.is eða thor@midja.is

 

Vakin er athygli á að kjörseðlar þurfa að hafa borist skrifstofu Bárunnar, stéttarfélags fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 24. maí nk.

Kynningarfundir vegna kjarasamninga

Báran, stéttarfélag og Verslunarmannafélag Suðurlands verða með opna kynningarfundi þar sem farið verður yfir helstu atriði kjarasamnings sem undirritaður var 5. maí s.l. við Samtök atvinnulífsins.

Á Hótel Selfossi þriðjudaginn 17. maí klukkan 18:00

Á Hótel Flúðum miðvikudaginn 18. maí klukkan 18:00

Súpa og brauð verður í boði á fundunum.

Fulltrúar stéttarfélaganna eru tilbúnir til að mæta og halda kynningar inn á vinnustöðum ef þess er óskað. Einungis þarf að hafa samband við skrifstofuna í síma 480 5000 og finna tíma.

Áróður Seðlabanka Íslands vegna kjarasamninga í hæsta máta ósmekklegur

Félagsfundur Bárunnar, stéttarfélags á Selfossi haldinn 9 maí 2011 mótmælir harðlega afskiptum hagfræðings Seðlabanka Íslands af kjaraviðræðum. Fundurinn telur það ekki í verkahring Seðlabankans eða starfsmanna hans að hafa skoðanir með eða á móti óundirrituðum kjarasamningum.

Fundurinn telur að opinber stofnun af þessu tagi eigi að gæta hlutleysis í umfjöllun sinni og láta aðilum vinnumarkaðarins eftir að reka áróður með eða á móti samningum. Söngurinn um lítið svigrúm til launahækkana í aðdraganda kjarasamninga er jafn öruggur og að nótt fylgir degi og textann kann hvert mannsbarn. Betur hefði farið ef Seðlabankinn hefði sinnt eftirlitsskyldu sinni með fjármálafyrirtækjum og bönkum, en um það hafa vaknað margar spurningar á undanförnum misserum.

Félagsmönnum Bárunnar, stéttarfélags er ljóst, eins og landsmönnum öllum, að þessir samningar eru gerðir við erfiðar aðstæður en telur nýgerða samninga ekki síður vera tilraun til að rétta hlut þeirra sem eru á lægstu laununum. Félagsfundur Bárunnar, stéttarfélags spyr Seðlabanka Íslands hvort menn þar á bæ séu ekki „uggandi yfir afkomu þeirra lægst launuðu“

 

Félagsfundur Bárunnar, stéttarfélags

Fjallað um veikindi og starfsendurhæfingu í nýjum kjarasamningi

Í kjarasamningum aðildarsamtaka ASÍ og SA, sem undirritaður var 5. maí 2011, er sérstaklega kveðið á um veikindi og starfsendurhæfingu og aðkomu launþega- og vinnuveitendasamtaka að stýrihópi á vegum VIRK. Í samningnum segir að samningsaðilar einsetji sér að endurskoða uppbyggingu á fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu og vinnuvernd.

Í samningnum segir ennfremur: „Markmiðið er að stuðla að því að brugðist sé við veikindum með fyrirsjáanlegum hætti og að starfsmanni sem veikist bjóðist viðeigandi úrræði sem fyrst. Þetta felur m.a. í sér aukinn sveigjanleika á vinnumarkaði til að tryggja það að einstaklingar sem veikjast eða slasast og eru í virkri starfsendurhæfingu hafi möguleika á að koma til baka í samræmi við vinnugetu sína á hverjum tíma.

Ljóst er að þessu markmiði verður aðeins náð ef gagnkvæmt traust ríkir milli atvinnurekenda og starfsmanna úr veikindum, fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu í fyrirtækjum o.s.frv.

Samningsaðilar taka þátt í stýrihópi á vegum VIRK sem vinnur að þeim markmiðum sem nefnd eru hér að framan.

Sérstaklega verður fylgst með þróunarverkefni sem er að fara af stað á vegum VIRK um forvarnir og starfsendurhæfingu.“ Tekið er fram að samningsaðilar munu nýta sér þessa þekkingu og reynslu í starfi sínu.

VIRK fagnar þessari yfirlýsingu um endurskoðun á uppbyggingu á fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu og vinnuvernd, því fjölmargar rannsóknir benda til að því lengur sem starfsmaður er fjarverandi frá vinnu, t.d. vegna veikinda og slysa, þeim mun líklegra er að hann falli út af vinnumarkaði.

Rannsóknir hafa einnig sýnt að með því grípa eins fljótt inn í veikindaferli og auðið er þeim mun fyrr næst bati. Til dæmis getur hluti af bataferli viðkomandi starfsmanns verið að gefa honum færi á að koma til vinnu miðað við starfsgetu. Hægt er að bjóða upp á ýmsa möguleika eins og styttri vinnutíma, breytt verkefni, aðlögun að  vinnuumhverfi eftir  þörfum starfsmannsins eða fara jafnvel hægar af stað og bjóða starfsmanninn velkominn í kaffi, að sitja fundi og ýmsa viðburði.

Tekið af heimasíðu ASÍ