Við vinnum fyrir þig

Translate to

Allt um nýjan kjarasamning við Landsvirkjun

Landsvirkjun og SGS hafa skrifað undir nýjan kjarasamning. Gildistími samningsins er frá 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028 og fellur hann þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar. Hann felur í sér breytingar og viðbætur við kjarasamning Landsvirkjunar og Starfsgreinasambands Íslands.

Báran, stéttarfélag á aðild að samningnum og er með félagsmenn sem starfa hjá Landsvirkjun.

Hér í þessari frétt er allt efni um nýja kjarasamninginn, einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu í síma 480-5000 eða senda póst á baran@baran.is ef það eru spurningar.

Við hvetjum alla þá félagsmenn sem um ræðir að nýta kosningarétt sinn. 

Kosning stendur yfir frá klukkan 12:00 þann 28.Júní til 8.júlí næstkomandi.