Við vinnum fyrir þig

Translate to

Páskaúthlutun 2025

Báran, stéttarfélag auglýsir orlofshús félagsins laus til umsókna fyrir páskavikuna 16. apríl – 23. apríl 2025.

 

Umsóknarfrestur er frá 16. janúar kl.10:00 til 5. febrúar  kl.10:00 nk. Hægt er að sækja um á Félagsvef Bárunnar.

Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir þann 7. febrúar nk.

Öllum umsóknum verður svarað.

 

Verð á vikudvöl í Þverlág 2, 4 og 6, Grýluhrauni og orlofsíbúð á Akureyri er 24.000 kr. (24 punktar).

Verð á vikudvöl í Þórisstöðum 1 og 2 er 28.000 kr. (24 punktar).

Leigutímabil er frá miðvikudegi til miðvikudags.

 

Íbúðir í Sóltúni 28 og Borgartúni 24 a. eru ekki úthlutað heldur verða í sveigjanlegri leigu eins og ávallt og opnar 26. febrúar.

 

Athugið að ekki skiptir máli hvenær á umsóknartímabilinu sótt er um, kerfið raðar umsóknum eingöngu eftir punktastöðu félagsmanna.

Greiðslufrestur er til og með 13. febrúar. Eftir það opnast bókunarvefurinn þann 14. febrúar kl. 10:00 fyrir alla félagsmenn með réttindi til að bóka og þá gildir fyrstur kemur fyrstur fær fyrirkomulag.

 

Sæktu um núna í hnappnum hér að neðan

 

Félagsvefur