
Sumarlokun og breyttar dagsetningar á úthlutun styrkja í sumar
Lokað verður á skrifstofu Bárunnar vikuna fyrir verslunarmannahelgi eða 29. Júlí – 2. Ágúst vegna sumarleyfa. Af því gefnu verðum við að breyta dagsetningum á styrkjum úr sjóðum félagsins.
Menntastyrkir
Menntastyrkir sem eru vanalega greiddir 15. hvers mánaðar verða greiddir 5. júlí næstkomandi. Skilafrestur gagna verður því mánudagurinn 1. júlí. Þá verður næst greitt út þann 15. Ágúst eftir það.
Heilsu- og forvarnarstyrkir
Verða greiddir út eftirfarandi dagsetningar:
Föstudaginn 21. júní
Föstudaginn 5. júlí
Föstudaginn 26.Júlí
Föstudaginn 16. Ágúst
Þar á eftir annan hvern föstudag eins og vant er.
Sjúkradagpeningar
Verða greiddir eins og vanalega en það verður breyttur skilafrestur gagna í júlí.
Hann verður 22. Júlí í stað 25. Júlí. Mikilvægt er að öllum gögnum sé skilað fyrir miðnætti 22. Júlí.
Sumarkveðjur
Starfsfólk Bárunnar