Við vinnum fyrir þig

Translate to

Sumarlokun og úthlutun styrkja

Lokað verður á skrifstofu Bárunnar vegna sumarleyfa frá 28. júlí til og með 5. ágúst næstkomandi. Því verðum við að breyta dagsetningum á greiðslu styrkja úr sjóðum félagsins.

Menntastyrkir

Júlí:
Verða greiddir 25. júlí. Skilafrestur gagna er til 10. júlí.

Ágúst:
Verða greiddir 22. ágúst. Skilafrestur gagna er til 10. ágúst.

Þar á eftir verða styrkir greiddir út 15. hvers mánaðar eða síðasta virka dag fyrir
það eins og venja er.

Heilsu- og forvarnarstyrkir

Júlí:
Verða greiddir 11. júlí. Skilafrestur gagna er til 7. júlí.
Verða greiddir 25. júlí. Skilafrestur gagna er til 21. júlí.

Ágúst:
Verða greiddir 15. ágúst. Skilafrestur gagna er til 8. ágúst.

Þar á eftir annan hvern föstudag eins og venja er.

Sjúkradagpeningar
Júlí:
Verða greiddir eins og vanalega en það verður breyttur skilafrestur gagna í júlí.
Skilafrestur verður til 18. júlí. Mikilvægt er að öllum gögnum sé skilað tímanlega.

Þar á eftir verður skilafrestur gagna 25. hvers mánaðar eins og venja er.

Sumarkveðjur
Starfsfólk Bárunnar