
Sumarúthlutun orlofshúsa
Báran, stéttarfélag auglýsir orlofshús félagsins í Þóristöðum 1 og 2, við Þverlág 2, 4 og 6 á Flúðum, í Kiðárskógi 10 í Húsafelli (skiptibústaður) og íbúð á Akureyri Ásatún 12 til leigu sumarið 2025 fyrir félagsmenn.
Umsóknafrestur er frá 26. febrúar til 10. mars nk.
Sótt er um á Félagsvef Bárunnar, hægt er að fá aðstoð við umsóknarferlið á skrifstofu félagsins að Austurvegi 56, 800 Selfoss.
Allir félagsmenn geta sótt um, það er eingöngu punktastaða umsækjenda sem ræður niðurstöðu úthlutunar.
Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir þann 13. mars nk.
Greiðslufrestur er til 20. mars kl.10:00 eftir að úthlutað verður.
20. mars klukkan 11:00 verða ógreiddar og óúthlutaðar vikur opnar á Félagsvefnum og gildir þá „fyrstur kemur fyrstur fær“.
Öllum umsóknum verður svarað.
Vikuleigan á Flúðum, Þórisstöðum og Kiðárskógi í Húsafelli er frá fimmtudegi til fimmtudagss.
Vikuleigan á Akureyri er frá miðvikudegi til miðvikudags.
Tímabilin eru:
Þverlág 2, 4 og 6 , Þórisstaðir 1 og 2, Kiðárskógi 10 í Húsafelli – frá 29.05.2025 - 28.08.2025
Akureyri, Ásatún 12 - frá 28.05.2025 – 27.08.2025.
Íbúðirnar í Sóltúni 28, Rvk. og Borgartúni 24a, verða ekki úthlutað heldur verða í sveigjanlegri leigu eins ávallt.