Við vinnum fyrir þig

Translate to

Um 1000 manns tóku þátt í 1. maí hátíðarhöldum á Selfossi

Fjöldi fólks tók þátt í kröfugöngu dagsins á Selfossi sem lagði upp frá Tryggvatorgi klukkan 11 í morgun í blíðskaparveðri.  Gangan var upphafið að hátíðahöldum á baráttudegi verkalýðsins á Selfossi. Lúðrasveit Selfoss og félagar úr hestamannafélaginu Sleipni fóru fyrir göngumönnum og gengu fylktu liði að Austurvegi 56 þar sem hátíðarhöldin fóru fram.

 

 Guðmundur Gunnarsson rafiðnaðarmaður hélt hátíðarræðu dagsins og Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi tók síðan við. Unga kynslóðin kunni vel að meta Línu langsokk og  hljómsveitina Bláan Ópal sem hélt uppi miklu stuði. Stéttarfélögin buðu börnum í stuttan reiðtúr í hestagerði og andlitsmálningin vakti mikla lukku að venju meðal þeirra yngstu. Félagar í Bifreiðaklúbbi Selfoss mættu með fornbifreiðar á svæðið.

 Vegna mikillar þátttöku á síðasta ári var brugðið á það ráð í fyrsta sinn að vera með hátíðarkaffið í stóru tjaldi. Kunnu gestir vel að meta þá nýjung og mættu um 700 manns í kaffi.

Stéttarfélögin lýsa yfir ánægju með góða þátttöku og greinilegt að fólk vill láta rödd sína heyrast