Við vinnum fyrir þig

Translate to

Launareiknivél félaga SGS

Það er mikilvægt að félagsmenn fylgist vel með launaseðlum sínum. Hvort að tímafjöldi sé í lagi, hvort borgað hefur verið til stéttarfélags og lífeyrissjóðs. Þá er gott að geta farið yfir laun sín á einfaldan og skilvirkan máta, svo hægt sé að sjá hvort launaseðillinn standist kjarasamninga.

Starfsgreinasambandið hefur útbúið rafræna launareiknivél þar sem hægt er að kanna hvort launaseðill sé réttur.

Leitast var við að hafa reiknivélina eins einfalda í notkun og kostur er og má því búast við að hún nái ekki utan um öll möguleg tilfelli. Með þessu framtaki er verið að leitast við að efla þjónustuna við félagsmenn og gera þeim auðveldara að gæta sinna hagsmuna og kjara.

Við hjá Bárunni erum þakklát SGS fyrir þetta framtak og hvetjum félagsmenn til þess að nýta sér þennan valkost.

Klukk – Tímaskráningar app ASÍ

Ásamt því að fara yfir launaseðla sína reglulega er gott að halda utanum unna tíma og má gera það á einfaldan máta með Klukk og snjallsímanum þínum, fríu tímaskráningar app ASÍ. Ef að ágreiningur verður um unna tíma er mikilvægt að hafa gögn sem að hægt er að nota ef upp kemur ágreiningur.

  • Fljótleg og þægileg leið til að halda utanum tímana sína
  • Hægt er að láta klukk minna þig á að skrá sig inn og út þegar þú kemur á vinnustaðinn með því að leyfa staðsetningu.
  • Hægt er að senda sér tímaskráningar skýrslu úr klukk á netfangið þitt, sem er auðvelt að bera svo saman við launaseðil.
  • Ef þú hefur frekari spurningar um klukk má finna helstu upplýsingar hér