Við vinnum fyrir þig

Translate to

Trúnaðarmenn stéttarfélaganna eru mikilvægur þáttur í starfi stéttarfélaga og frá trúnaðarmönnum koma oftar en ekki ábendingar um ýmislegt sem snertir kaup og kjör starfsfólks og það ratar oftar en ekki í kröfugerð fyrir kjarasamninga. Einnig er það greinilegt að þar sem eru virkir trúnaðarmenn er allajafna minna um ágreining sem berst til skrifstofunnar enda auðveldara að leysa málin inni á vinnustaðnum. Trúnaðarmönnum standa til boða ýmis námskeið og félagið passar upp á að koma á framfæri upplýsingum til félagsmanna gegnum trúnaðarmannakerfi sitt.

 

 

Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað? Hefur þú áhuga á að starfa með okkur?

 

Heimilt er að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5-50 starfsmenn og tvo trúnaðarmenn ef starfsmenn eru fleiri ein 50. Ef ekki er trúnaðarmaður á vinnustaðnum hvetur Báran, stéttarfélag félagsmenn til þess að kjósa trúnaðarmann á vinnustaðinn. Skrifstofa félagsins veitir alla aðstoð við kosningu trúnaðarmanna á vinnustöðum. Síminn á skrifstofu er 480-5000 og netfangið er baran@baran.is.

Helstu verkefni og skyldur trúnaðarmanna

Trúnaðarmaður er fulltrúi stéttarfélagsins á vinnustaðnum og sem slíkur er hann tengiliður félagsins og starfsmannanna.
Þetta er meginhlutverk trúnaðarmanna þ.e. að gæta þess að kjarasamningar stéttarfélagsins séu haldnir á vinnustapanum. Starfsfólk á að snúa sér til trúnaðarmannsins með umkvartanir sínar. Trúnaðarmaðurinn á að rannsaka málið strax. Komist hann að því að umkvartanir eigi við rök að styðjast skal hann snúa sér til atvinnurekandans eða fulltrúa hans með umkvörtun og kröfu um lagfæringu. Trúnaðarmaðurinn þarf ekki að bíða þess að kvörtun berist, ef hann grunar að það sé verið að brjóta á starfsmanni getur hann hafist handa við að skoða málið. Trúnaðarmönnum ber að gefa stéttarfélaginu skýrslu um umkvartanir strax og við verður komið.
Félagsleg réttindi eru í dag m.a. skilgreind í Félagsmálasáttmála Evrópu. Þeim má skipta í tvo flokka. Annars vegar vinnuskilyrði, þar á meðal bann við nauðungarvinnu, jafnrétti á vinnustöðum, réttur til að vera í stéttarfélagi, bann við vinnu barna undir 15 ára aldri og vernd vinnandi fólks á aldrinum 15 til 18 ára, jafn réttur farandverkafólks og annarra o.s.frv. og hins vegar félagsleg samheldni, þar á meðal rétturinn til heilbrigðis, félagslegs öryggis, heilbrigðisþjónustu, réttur aldraðra á félagslegri vernd o.s.frv. Borgaralegu réttindin sem einig eru friðhelg eru einfaldari og eru opinbers réttarleg svo sem kosningaréttur og kjörgengi og væri atvinnurekanda allskostar óheimilt að meina starfsmönnum að neyta kosningaréttar eða beita þá þrýstingi í þeim efnum.