Trúnaðarmenn stéttarfélaganna eru mikilvægur þáttur í starfi stéttarfélaga og frá trúnaðarmönnum koma oftar en ekki ábendingar um ýmislegt sem snertir kaup og kjör starfsfólks og það ratar oftar en ekki í kröfugerð fyrir kjarasamninga. Einnig er það greinilegt að þar sem eru virkir trúnaðarmenn er allajafna minna um ágreining sem berst til skrifstofunnar enda auðveldara að leysa málin inni á vinnustaðnum. Trúnaðarmönnum standa til boða ýmis námskeið og félagið passar upp á að koma á framfæri upplýsingum til félagsmanna gegnum trúnaðarmannakerfi sitt.
Er trúnaðarmaður á þínum vinnustað? Hefur þú áhuga á að starfa með okkur?
Heimilt er að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5-50 starfsmenn og tvo trúnaðarmenn ef starfsmenn eru fleiri ein 50. Ef ekki er trúnaðarmaður á vinnustaðnum hvetur Báran, stéttarfélag félagsmenn til þess að kjósa trúnaðarmann á vinnustaðinn. Skrifstofa félagsins veitir alla aðstoð við kosningu trúnaðarmanna á vinnustöðum. Síminn á skrifstofu er 480-5000 og netfangið er baran@baran.is.