Félagsmenn geta sótt um ýmsa heilsu- og forvarnarstyrki í sjúkrasjóð Bárunnar, stéttarfélags. Greitt er út 20. hvers mánaðar eða síðasta virka dag fyrir það. Umsóknarfrestur er 15. hvers mánaðar. Breytingar geta orðið á þessu og er það þá auglýst sérstaklega á heimasíðu Bárunnar.
Til þess að eiga rétt á neðangreindum styrkjum þarf félagsmaður að hafa greitt til félagsins það gjald sem miðast við 100% starf eða hlutfallslega m.v hlutastarf í félagsgjöld næstliðna 6 mánuði nema annað sé tekið fram.
Samtals er hægt að fá styrki fyrir 85.000.- kr á hverju tólf mánaða tímabili miðað við fullt starf. Ath. að greiðslukvittanir og öll vottorð mega ekki vera eldri en 1 árs (m.v. að réttindi liggi fyrir þá)
Sótt er um á mínum síðum en einnig er hægt að fá aðstoð í móttöku félagsins á Selfossi, Austurvegi 56, þriðju hæð.
Á meðan við erum aðstilla af mínar síður er hægt að sækja um á gamla mátan hér.
Við hvetjum þó eindreigið með að sækja um þar. Afgreiðsla og úrvinnsla umsókna er mun hraðari þar í gegn. Þetta form verður tekið von bráðar.