Við vinnum fyrir þig

Translate to

Félagsmenn geta sótt um ýmsa heilsu- og forvarnarstyrki í sjúkrasjóð Bárunnar, stéttarfélags. Greitt er út annan hvern föstudag.  Breytingar geta orðið á þessu og er það þá auglýst sérstaklega á heimasíðu Bárunnar.  

Til þess að eiga rétt á neðangreindum styrkjum þarf félagsmaður að hafa greitt til félagsins það gjald sem miðast við 100% starf eða hlutfallslega m.v hlutastarf í félagsgjöld næstliðna 6 mánuði nema annað sé tekið fram.

Reikningur skal dagsettur eftir að réttur félagsmanns til styrkja stofnast í sjóðnum. Ekki eru greiddir styrkir vegna reikninga sem verða til á þessu 6 mánaða ávinnslutímabili.

Ath. að greiðslukvittanir og öll vottorð mega ekki vera eldri en 1 árs (m.v. að réttindi liggi fyrir þá). 

Samtals er hægt að fá styrki fyrir 120.000.- kr (Gildir frá 1. júní 2023.) á hverju tólf mánaða tímabili miðað við fullt starf. 

Breytingar voru gerðar á heilsu og forvarnarstyrkjum sem tóku gildi þann 1. júní 2023

Sótt er um á félagsvef en einnig er hægt að fá aðstoð í móttöku félagsins á Selfossi, Austurvegi 56, þriðju hæð. 

Með umsókn staðfestir umsækjandi að viðkomandi hefur kynnt sér reglur sjúkrasjóðs, m.a reglur um endurkröfuheimildir sjóðsins.

Jafnframt heimilar umsækjandi starfsmönnum Bárunnar, stéttarfélags að vinna persónuupplýsingar viðkomandi í þágu félagsins og leita staðfestingar á gefnum upplýsingum og öðru því er varðar umsókn.

 

Vinsamlegast athugið.

Til viðbótar þarf að skila staðfestingu á greiðslu reiknings t.d. úr íslenskum heimabanka eða greiðslukvittun frá viðkomandi fyrirtæki. Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.

 

Það sem við styrkjum

Greitt er 50% af kostnaði að hámarki 5.000.-kr í fyrsta skipti, hámark 2.500.-kr í hvert skipti eftir það, óháð félagsgjaldi. Hámark 46 skipti á hverjum 12 mánuðum. Yfirlit meðferða verður að fylgja ásamt staðfestingu á greiðslu.
Greitt er 50% af kostnaði að hámarki 10.000.- kr. Hámark 12 skipti á hverjum 12 mánuðum. Falli viðtal undir afsláttarkjör annarstaðar (t.d. Tryggingarstofnun) fellur rétturinn niður. Yfirlit meðferða verður að fylgja ásamt staðfestingu á greiðslu. Háð félagsgjaldi síðustu 12 mánaða.
Endurgreiðist að fullu (óháð félagsgjaldi). Hámark endurgreiðslu er 18.000 kr. á hverju 12 mánaða tímabili.
Greiðist 50% af kostnaði að hámarki kr. 12.500 á hverju 12 mánaða tímabili. Háð félagsgjaldi síðustu 12 mánaða.
Greitt 50% af kostnaði að hámarki 75.000.- kr. (háð félagsgjaldi síðustu 12 mánaða).
Greitt er 50% af kostnaði að hámarki 65.000.-kr. (háð félagsgjaldi síðustu 12 mánaða). Hægt er að sækja um styrkinn einu sinni á hverjum 36 mánuðum. Ef styrkur er ekki fullnýttur má nýta hann innan þriggja ára
Félagsmaður sem hefur greitt félagsgjöld síðastliðinn þrjú ár samfleytt verði greitt allt að kr. 120.000 vegna laseraðgerða eða augnsteinaskipti miðað við fullan rétt. Þó að frádregnum öðrum styrkjum síðastliðna 12 mánuði. Háð félagsgjaldi síðustu 12 mánaða.
Sjóðsfélagi getur fengið greidda dagpeninga vegna einnar meðferðar. Upphæð dagpeninga miðast við reglugerð sjúkrasjóðs gr. 12.1. Aðeins er greitt út í eitt skipti fyrir hvern sjóðsfélaga í allt að 40 daga.
Greitt er 50% af kostnaði þó að hámarki 55.000 á hverju almanaksári. Skilgreining á heilsueflingu er viðurkenndar íþróttagreinar samkvæmt ÍSÍ – Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (https://isi.is/um-isi/vidurkenndar-ithrottagreinar/) og fellur undir að vera æfinga og/eða aðildargjöld. Háð félagsgjaldi síðustu 12 mánaða.
Styrkur vegna tannlækninga er að hámarki kr. 25.000 á 12 mánaða tímabili. Háð félagsgjaldi síðustu 12 mánaða.
Greitt er kr. 120.000. Gögn sem þurfa að fylgja er fæðingarvottorð. Réttur er reiknaður út frá fæðingardegi barns. Greiða þarf félagsgjöld í 12 mánuði samfleytt fyrir fæðingardag barns. Fæðingarstyrkur er óháður öðrum styrkjum en háður félagsgjaldi síðustu 12 mánaða.
Greiðist styrkur að hámarki 60.000,- kr í eitt skipti. Ef félagsmaður á rétt á greiðslu frá öðrum aðila fellur réttur hans niður. Háð félagsgjaldi síðustu 12 mánaða.
Greiðist 35.500,- kr í eitt skipti. Háð félagsgjalði síðustu 12 mánaða.
Heimilt er sjóðsstjórn að styrkja félagsmann vegna ættleiðingar til greiðslu vegna fargjalds að hámarki 50.000,- kr. Umsókn þarf að fylgja auk annarra gagna ljósrit af farseðli ásamt staðfestingu á ættleiðingarferli. Háð félagsgjalði síðustu 12 mánaða.
Greiðast eftirlifandi maka eða börnum látins sjóðfélaga samkvæmt grein 12.4. í reglugerð sjúkrasjóðs Bárunnar.Bótafjárhæð kr. 431.117 miðast við vísitöluneysluverðs 1. apríl 2021 Sé ekki greiddur styrkur skv. gr. 12.4.sjúkrasjóðsreglugerðar greiðast dánarbætur að sömu upphæð til foreldra látins sjóðfélaga. Réttur til dánarbóta fellur niður sé þeirra ekki vitjað innan 12 mánaða frá því rétturinn stofnaðist. Styrkurinn er óháður öðrum styrkjum.
a) eru félagsmenn við starfslok sín er heimilt að veita 50.000,- kr styrk vegna útfararkostnaðar sem renni til greiðslu hans. Skilyrði styrkveitingar er að hinn látni hafi verið sjóðsfélagi í a.m.k 5 ár fyrir starfslok. Útfararstyrkur fellur niður við 80 ára aldur. Réttur til útfararstyrks fellur niður sé hans ekki vitjað innan 6 mánaða frá því rétturinn stofnaðist. Styrkurinn er óháður öðrum styrkjum.