Við vinnum fyrir þig

Translate to

Félagsmenn geta sótt um ýmsa heilsu- og forvarnarstyrki í sjúkrasjóð Bárunnar, stéttarfélags. Greitt er út 20. hvers mánaðar eða síðasta virka dag fyrir það. Umsóknarfrestur er 15. hvers mánaðar. Breytingar geta orðið á þessu og er það þá auglýst sérstaklega á heimasíðu Bárunnar.  

Til þess að eiga rétt á neðangreindum styrkjum þarf félagsmaður að hafa greitt til félagsins það gjald sem miðast við 100% starf eða hlutfallslega m.v hlutastarf í félagsgjöld næstliðna 6 mánuði nema annað sé tekið fram.

Samtals er hægt að fá styrki fyrir 85.000.- kr á hverju tólf mánaða tímabili miðað við fullt starf.  

Sótt er um á mínum síðum en einnig er hægt að fá aðstoð í móttöku félagsins á Selfossi, Austurvegi 56, þriðju hæð. 

Á meðan við erum aðstilla af mínar síður er hægt að sækja um á gamla mátan hér.

Við hvetjum þó eindreigið með að sækja um þar. Afgreiðsla og úrvinnsla umsókna er mun hraðari þar í gegn. Þetta form verður tekið von bráðar.

Það sem við styrkjum

Greitt er 50% af kostnaði að hámarki 5.000.-kr í fyrsta skipti, hámark 2.000.-kr í hvert skipti eftir það. Hámark 36 skipti á hverjum 12 mánuðum. Yfirlit meðferða verður að fylgja.
Greitt er 50% af kostnaði að hámarki 7.000.- kr. 12 skipti á hverjum 12 mánuðum. Falli viðtal undir afsláttarkjör annarstaðar (t.d. Tryggingarstofnun) fellur rétturinn niður. Yfirlit meðferða verður að fylgja.
Endurgreiðist að fullu (óháð félagsgjaldi). Hámark endurgreiðslu er 12.000 kr. á hverju 12 mánaða tímabili.
greiðist 50% af kostnaði að hámarki kr. 12.500 á hverju 12 mánaða tímabili.
Greitt 50% af kostnaði að hámarki 75.000.- kr .
Greitt er 50% af kostnaði að hámarki 40.000.- kr. Hægt er að sækja um styrkinn einu sinni á hverjum 36 mánuðum.Ef styrkur er ekki fullnýttur má nýta hann innan þriggja ára
Félagsmaður sem hefur greitt félagsgjöld síðastliðinn þrjú ár samfleytt verði greitt allt að kr. 120.000 vegna laseraðgerða miðað við fullt starf. Þó að frádregnum öðrum styrkjum síðastliðna 12 mánuði.
Sjóðsfélagi getur fengið greidda dagpeninga vegna einnar meðferðar. Upphæð dagpeninga miðast við reglugerð sjúkrasjóðs gr. 12.1. Aðeins er greitt út í eitt skipti fyrir hvern sjóðsfélaga í allt að 40 daga.
Greitt er 50% af kostnaði þó að hámarki 40.000 á hverju almanaksári. Skilgreining á heilsueflingu er viðurkenndar íþróttagreinar samkvæmt ÍSÍ – Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (https://isi.is/um-isi/vidurkenndar-ithrottagreinar/) og fellur undir að vera æfinga og/eða aðildargjöld.
Styrkur vegna tannlækninga er að hámarki kr. 15.000 á 12 mánaða tímabili.
Greitt er kr. 60.000. Gögn sem þurfa að fylgja er fæðingarvottorð. Réttur er reiknaður út frá fæðingardegi barns. Greiða þarf félagsgjöld í 12 mánuði samfleytt fyrir fæðingardag barns.
Greiðist styrkur að hámarki 60.000,- kr í eitt skipti. Ef félagsmaður á rétt á greiðslu frá öðrum aðila fellur réttur hans niður.
Greiðist 35.500,- kr í eitt skipti.
Heimilt er sjóðsstjórn að styrkja félagsmann vegna ættleiðingar til greiðslu vegna fargjalds að hámarki 50.000,- kr. Umsókn þarf að fylgja auk annarra gagna ljósrit af farseðli ásamt staðfestingu á ættleiðingarferli.
Greiðast eftirlifandi maka eða börnum látins sjóðfélaga samkvæmt grein 12.4. í reglugerð sjúkrasjóðs Bárunnar.Bótafjárhæð kr. 431.117 miðast við vísitöluneysluverðs 1. apríl 2021 Sé ekki greiddur styrkur skv. gr. 12.4.sjúkrasjóðsreglugerðar greiðast dánarbætur að sömu upphæð til foreldra látins sjóðfélaga. Réttur til dánarbóta fellur niður sé þeirra ekki vitjað innan 12 mánaða frá því rétturinn stofnaðist.
a) eru félagsmenn við starfslok sín er heimilt að veita 50.000,- kr styrk vegna útfararkostnaðar sem renni til greiðslu hans. Skilyrði styrkveitingar er að hinn látni hafi verið sjóðsfélagi í a.m.k 5 ár fyrir starfslok. Útfararstyrkur fellur niður við 80 ára aldur. Réttur til útfararstyrks fellur niður sé hans ekki vitjað innan 6 mánaða frá því rétturinn stofnaðist.