Félagsmenn geta sótt um ýmsa heilsu- og forvarnarstyrki í sjúkrasjóð Bárunnar, stéttarfélags. Greitt er út annan hvern föstudag. Breytingar geta orðið á þessu og er það þá auglýst sérstaklega á heimasíðu Bárunnar.
Til þess að eiga rétt á neðangreindum styrkjum þarf félagsmaður að hafa greitt til félagsins það gjald sem miðast við 100% starf eða hlutfallslega m.v hlutastarf í félagsgjöld næstliðna 6 mánuði nema annað sé tekið fram.
Reikningur skal dagsettur eftir að réttur félagsmanns til styrkja stofnast í sjóðnum. Ekki eru greiddir styrkir vegna reikninga sem verða til á þessu 6 mánaða ávinnslutímabili.
Ath. að greiðslukvittanir og öll vottorð mega ekki vera eldri en 1 árs (m.v. að réttindi liggi fyrir þá).
Samtals er hægt að fá styrki fyrir 120.000.- kr (Gildir frá 1. júní 2023) á hverju tólf mánaða tímabili miðað við fullt starf.
Breytingar voru gerðar á heilsu og forvarnarstyrkjum sem tóku gildi þann 1. júní 2023
Sótt er um á félagsvef en einnig er hægt að fá aðstoð í móttöku félagsins á Selfossi, Austurvegi 56, þriðju hæð.
Með umsókn staðfestir umsækjandi að viðkomandi hefur kynnt sér reglur sjúkrasjóðs, m.a reglur um endurkröfuheimildir sjóðsins.
Jafnframt heimilar umsækjandi starfsmönnum Bárunnar, stéttarfélags að vinna persónuupplýsingar viðkomandi í þágu félagsins og leita staðfestingar á gefnum upplýsingum og öðru því er varðar umsókn.
Vinsamlegast athugið!
Til viðbótar þarf að skila staðfestingu á greiðslu reiknings þar sem nafn og kennitala koma fram bæði hjá þjónustuaðila og greiðanda. Þá er t.d. hægt að sækja það úr íslenskum heimabanka eða fá sem greiðslukvittun frá viðkomandi fyrirtæki. Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.