Við vinnum fyrir þig

Translate to

Félagsmenn í Bárunni, stéttarfélagi sem starfa eftir þeim kjarasamningum sem félagið er aðili að hafa aðgang að öflugum starfsmenntunarsjóði. Mismunandi er í hvaða sjóð er borgað, fer eftir því hvar starfsmaður er á vinnumarkaði. Hægt er að sækja um á mínum síðum eða mæta á skrifstofu og fá aðstoð. Hægt er að lesa nánar um úthlutunarreglur hvers sjóðs hér að neðan. 

Styrkir eru greiddir út 15. hvers mánaðar eða síðasta virka dag fyrir það, umsóknarfrestur er 10. hvers mánaðar. Breytingar geta orðið á þessu og er það þá auglýst sérstaklega á heimasíðu Bárunnar. 

Hér getur þú nálgast eyðublað um styrk vegna ferða- og dvalarkostnaðar vegna náms/námskeiða til að hengja við umsókn á mínum síðum. Smelltu hér til að sækja eyðublaðið

Við vekjum athygli félagsmanna okkar á því að frá og með 1. október 2023 hefur reglum um greiðslur fyrir námskeið sem eru keypt erlendis verið breytt. Með umsókn þarf að fylgja bankakvittun úr íslenskum banka sem staðfestir greiðslu í íslenskum krónum.

We draw the attention of our members to the fact that as of October 1, 2023. That the rules for payments for courses purchased abroad have been changed. The application must be accompanied by a bank receipt from an Icelandic bank that confirms payment in Icelandic Krónur.

Landsmennt (almennur vinnumarkaður)

Landsmennt er fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni. Aðildarfélögin eru 16 og er þar um að ræða stéttarfélög innan Starfsgreinasambands Íslands.

Sveitamennt (starfsfólk sveitarfélaga)

Sveitamennt SGS og LN er starfsmenntunarsjóður starfsmanna sveitarfélaga á landsbyggðinni innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands.

Ríkismennt (starfsfólk Ríkisins)

Ríkismennt SGS er þróunar-og símenntunarsjóður starfsmanna ríkisins á landsbyggðinni innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands (SGS). 

Sjómennt (starfsfólk í sjávarútvegi)

Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og starfar samkvæmt samkomulagi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi við Sjómannasamband Íslands.

Fyrirtækjastyrkir

Fyrirtæki greiða iðgjald í starfsmenntasjóði/-setur og geta sótt um styrki til námskeiðahalds fyrir starfsmenn sína eða vegna námskeiða sem starfsmenn sækja. Einnig geta fyrirtæki fengið fræðslustjóra að láni inn í fyrirtækið og styrki til eigin fræðslu.

Styrkir og upphæð þeirra fer eftir stéttarfélagsaðild starfsmanna.

Nokkrir stórir starfsmenntasjóðir hafa sameinast um eina vefgátt sem tekur við umsóknum og fylgigögnum til eins, fleiri eða allra sjóðanna, allt eftir stéttarfélagsaðild starfsmanna.

Hér á vefgáttinni eru frekari upplýsingar um hvernig er sótt um, hvers konar styrkir eru í boði, reglur og listi yfir fræðsluaðila.