Við vinnum fyrir þig

Translate to

Lögmannsstofan LMG sinnir lögfræðilegum verkefnum fyrir Báruna stéttarfélag og félagsmenn þess. Einu sinni í mánuði gefst félagsmönnum kostur á að ræða við lögmann á skrifstofu félagsins, sér að kostnaðarlausu. Hafi félagsmaður áhuga á að nýta sér þjónustuna er honum bent á að panta tíma í síma 480-5000.

Telji félagsmenn sig þurfa á þjónustu lögmanns að halda geta þeir einnig snúið sér beint til stofunnar en allar nánari upplýsingar má finna á lmg.is og í síma 511-1190. Félagsmönnum Bárunnar er veittur afsláttur af lögfræðikostnaði og takmarkast þjónustan ekki við mál á sviði vinnuréttar eða verkalýðsmála.