Við vinnum fyrir þig

Translate to

Hvernig á að sækja um sjúkradagpeninga.

 

Félagsmen eiga rétt á greiðslu sjúkradagpeninga vegna heilsufars þegar veikindaréttur hjá vinnuveitanda er fullnýttur.
Til þess að eiga rétt þarf að hafa greitt í 6 mánuði samfleytt. Ef þú hefur greitt í annað félag innan ASÍ og öðlast rértt þar þá fylgir hann þér er þú hefur greitt í einn mánuð til Bárunnar.

Umsóknarferlið:

  1. Sjúkrdagpeningavottorð: Til þess að fá sjúkradagpeninga greidda frá okkur þarftu að fá sérstakt sjúkradagpeningavottorð
    (athugið að það er ekki það sama og veikindavottorð til atvinnurekanda. Félaginu er óheimilt að afgreiða sjúkradagpeninga án Sjúkradagpeningavottorðs)
    -
    Mikilvægt er að passa uppá dagsetningar á vottorðinu. Það er annaðhvort hægt að fá tímabundið eða ótímabundið sjúkradagpeningavottorð. Félaginu er einungis heimilt að greiða sjúkradagpeninga fyrir það tímabil sem kemur fram á vottorði. Biðja þarf lækni að hafa vottorð allavegana frá og með deginum sem þú verður launalaus og klárar veikindarétt þinn hjá atvinnurekanda. Vottorðið má ekki vera eldra en eins mánaðar.

  2. Vinnuveitendavottorð : Þetta vottorð þarf atvinnurekandi eða yfirmaður þinn að fylla út. Þú getur sent honum þetta í tölvupósti og hann sendir þér útfyllt til baka eða prentað þetta út og farið með til hans.
  3. Launaseðlar síðustu sex mánaða: Finna til launaseðla síðustu 6 mánaða svo hægt sé að reikna meðaltal launa.

Ef þú ert í vafa eða vantar aðstoð við að afla ofangreindra ganga getur þú haft samband við okkur: baran@baran.is  S: 480-5000

Þegar þú hefur safnað ofangreindum gögnum er kominn tími til að sækja um rafrænt á Mínum Síðum

(Ef að þú hefur ekki tök á að sækja um rafrænt eða vantar aðstoð við það getur þú mætt á skrifstofu Bárunnar að Austurvegi 56, selfossi þegar þú hefur safnað saman öllum gögnum sem eru hér að ofan)

  1. Skráning inná mínar síður (hnappur hér að neðan): Nota skal rafræn skilríki til þess að skrá sig inn.
  2. Fara í Styrkir og finna "Sjúkradagpeningar"
  3. Fylla út umsókn: Fylla skilmerkilega út í alla reiti, hengja öll gögn við umsóknina, taka fram beiðni vegna nýtingu persónuafsláttar (Nota skattkortið hjá okkur eða annarstaðar)

Skilafrestur gagna er 25. hvers mánaðar, Umsókn og öll gögn þurfa að hafa borist okkur þá. 

Greitt er fyrsta hvers mánaðar eða síðasta virka dag fyrir það. Reiknað er 80% af meðaltali launa síðastliðna 6 mánuði.

Hægt er að sækja einnig um samhliða sjúkradagpeningum hjá sjúkratryggingum íslands inná mínum síðum inná þeirra vef www.sjukra.is  (Sjúkradagpeningavottorð og vinnuveitendavottorð þarf að fylgja þeirri umsókn)

Vinsamlegast athugið að öll gögn sem send eru bréfleiðis eða á baran@baran.is verða ekki tekin til greina nema að umsókn liggji fyrir og starfsmaður hafi vitneskju um að einhver gögn eigi að berast á annan máta en í gegnum mínar síður.