Við vinnum fyrir þig

Translate to

Félagsmenn eiga rétt á greiðslu sjúkradagpeninga ef að óvinnufærni vegna heilsufars stendur í lengri tíma en  áunninn veikindaréttur hjá vinnuveitanda. Greiða þarf í 6 mánuði samfleytt til félagsins til þess öðlast réttinn. Ef þú ert búinn að greiða skemur en varst búinn að ávinna þér réttinn hjá öðru stéttarfélagi innan ASÍ þá fylgir hann þér er þú hefur greitt einn mánuð til félagsins.

Gögn sem þarf að skila

Skilafrestur gagna er 25. hvers mánaðar. Greitt er fyrsta hvers mánaðar eða síðasta virka dag fyrir það. Reiknað er 80% af meðaltali launa síðastliðna 6 mánuði. Hægt er að sækja einnig um samhliða sjúkradagpeningum hjá sjúkratryggingum íslands inná mínum síðum inná þeirra vef www.sjukra.is  (Sjúkradagpeningavottorð og vinnuveitendavottorð þarf að fylgja þeirri umsókn)