Við vinnum fyrir þig

Translate to

Orlofsuppbót 

Samkvæmt kjarasamningum eiga félagsmenn rétt á að fá greidda orlofsuppbót/persónuuppbót, en það er föst fjárhæð sem atvinnurekendum er skylt að greiða starfsfólki sínu í maí/júní ár hvert. Uppbótin miðast við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, inniheldur orlof og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga. Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.

Desemberuppbót 

Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót/persónuuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót/persónuuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Uppbótin er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga.

2023

Almennur vinnumarkaður

Orlofsuppbót er 56.000 kr. miðað við fullt starf og greiðist 1. Júní.
Desemberuppbót er kr. 103.000 miða við fullt starf. Greiðist eigi síðar en 15. desember

Ríki

Orlofsuppbót er 56.000 kr. miðað við fullt starf og greiðist 1.júní.
Desemberuppbót er kr. 103.000 miða við fullt starf. Greiðist 1. desember ár hvert.

Sveitarfélög

Persónuuppbót er 56.000 kr. miðað við fullt starf og greiðist 1. maí.
Desemberuppbót er kr. 131.000kr.- miða við fullt starf. Greiðist eigi síðar en 1. desember.