Fæðingarorlof er leyfi frá launuðum störfum sem stofnast til við fæðingu, frumættleiðingu barns yngra en átta ára og töku barns yngra en átta ára í varanlegt fóstur. Þá stofnast réttur til fæðingarorlofs við fósturlát eftir 18 vikna meðgöngu og andvanafæðingu eftir 22 vikna meðgöngu.
Mikilvægt er að starfsmenn tilkynni vinnuveitendum tímanlega um fæðingarorlof og aðilar ákveði tilhögun þess enda er fæðingarorlof réttur til leyfis frá launuðum störfum.
Allar helstu upplýsingar má finna á vef Vinnumálastofnunar