Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fréttabréf Bárunnar, stéttarfélags

Báran bætir við orlofskosti sína

Báran hefur fest kaup á glænýrri íbúð í Borgartúni 24 í Reykjavík. Íbúðin er á frábærum stað og eru þrjú svefnherbergi í íbúðinni. Íbúðinni fylgir einnig bílastæði í bílakjallara. Stefnt er að fá íbúðina afhenta í mars 2024 og mun hún svo fara í útleigu fljótlega eftir það.

 

Jólafundur trúnaðarmanna

Árlegi jólafundur trúnaðarmanna var haldinn á skrifstofum Bárunnar miðvikudaginn 6. desember. Dagskráin var skemmtileg og var farið yfir ýmis mikilvæg mál.

Bjarni Þór Sigurðsson frá ASÍ fór yfir húsnæðismál, bæði hvað varðar Bjarg og Blæ og hvað er framundan í húsnæðismálum hreyfingunnar, Næst kom Kolbeinn Marteinsson og fór yfir samskipti og samfélagsmiðla og hvernig þróunin hefur verið í samskiptum og hvernig nýjar kynslóðir nýta sér samfélagsmiðla í sínum samskiptum. Magnús Ingi Ingvarsson frá Þínu Öryggi hélt erindi um öryggi á vinnustyað og fór yfir hvernig skal bæta ferla varðandi öryggi starfsmanna í þjónustu- og umönnunarstörfum. Halldóra formaður fór yfir stöðuna á kjarasamningum og hvaða áherlsur hreyfingin er að vinna eftir samkvæmt niðurstöðum kjarakönnunar sem Varða hélt fyrir félagsfólk stéttarfélaga, Sigurlaug sem heldur utan um trúnðarmannafræðslu hjá ASÍ endaði svo á yfirferð um áherslur trúnaðarmanna og stöðuna á því starfi.

Dagurinn endaði svo á dýrindis jólamat og voru trúnaðarmenn leystir út með jólagjöf.

Við þökkum kærlega fyrir skemmtilegan dag.

 

Bætt þjónusta við félagsmenn

Nú geta félagsmenn pantað viðtal í gegnum Teams. Það hafa ekki allir tök á því að koma upp á skrifstofu til okkar og því hefur Báran tekið upp á því að bjóða félagsmönnum sínum að panta fund/viðtal í gegnum Teams. Hægt er að panta með að senda okkur póst á baran@baran.is eða hringja á skrifstofu okkar 480-5000

 

Hvenær á að semja?

Það hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni að kjarasamningar renna út þann 31. jan 2024. Kjaraviðræður fara hægt af stað og er lítið að gerast. Sveitarfélögin greiða ekki fyrir kjaraviðræðum með tilkynningum um gjaldskrárhækkanir. Báran, gerði kjarakönnun ásamt 7 öðrum stéttarfélögum. Niðurstöðurnar voru skýrar og krafan um 30 daga orlof og stytting vinnuvikunnar var mjög skýr. Gagnvart stjórnvöldum voru það heilbrigðis- og húsnæðismál. Starfsgreinasamband Íslands (18 stéttarfélög) fer með samningsumboðið og er formenn þessara 18 félaga sem skipa samninganefnd SGS. Það er nauðsynlegt fyrir stjórn og trúnaðarmenn sem skipa samninganefnd félagsins að finna taktinn hjá félagsmönnum. Góð þátttaka var í könnunni og vilja koma á framfæri þakklæti til félagsmanna sem gáfu sér tíma til þess að taka þátt. Niðurstöður könnunarinnar er í heild sinni inn á heimasíðu félagsins

Smelltu hér til að skoða niðurstöður könnunarinnar

Hver eftirtalinna atriða telur þú mikilvægast að leggja áherslu á á samningstímanum varðandi réttindi?

Hver eftirtalinna atriða telur þú mikilvægast að verkalýðshreyfingin beiti sér fyrir varðandi húsnæðismál?

 

Jólakveðja formanns

Nú fer að líð að lokum ársins 2023. Það er alltaf eitthvað sem einkennir hvert ár. Í ár er það stríð og  náttúrhamfarir í Grindavík sem eru efsti í huga og hluttekning til félaga okkar í Grindavík.  Í verkalýðshreyfingunni eru áskoranir og baráttan er lifandi og heldur stöðugt áfram.

Trúnaðarmenn eru hryggstykki hvers félags. Starfsemi félaganna byggir á félögunum, trúnaðarmönnum og stjórnum. Félagið er í átaki að fjölga trúnaðarmönnum Félögin þurfa að halda úti öflugu trúnaðarmannakerfi til þess að ná utan um taktinn á vinnustöðunum, hvað má betur fara og hvað getum við gert. Við viljum leita til ykkar að hvetja til kosninga á trúnaðarmönnum á vinnustöðum. Félagið verður ekki sterkara en félagarnir sjálfir.

Fyrir hönd félagsins óska ég ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla, farsældar og friðar á næsta ári. Þökkum samstarfið á liðnu ári.

Halldóra Sigr. Sveinsdóttir formaður Bárunnar, stéttarfélags.

Breytingar á reglum/skilyrðum

Breytingar á reglum/skilyrðum

FRÆÐSLUSJÓÐIR 23. OKTÓBER, 2023 LANDSMENNT

Stjórnir fræðslusjóðanna Landsmenntar, Sveitamenntar Ríkismenntar og Sjómenntar hafa samþykkt breytingar á eftirfarandi skilyrðum vegna náms eða námskeiðs erlendis.

Sjá má regluna í heild sinni hér að neðan með breytingunum sem eru feitletraðar:

Vegna umsóknar um styrk fyrir nám eða námskeið erlendis þarf að leggja fram frumrit reiknings á upprunalegu tungumáli og á ensku. Þá verður að vera sundurliðuð kostnaðarskipting, þ.e. ekki er greitt fyrir ferðir, gistingu og uppihald. Einnig þarf að fylgja með bankakvittun úr íslenskum banka sem staðfestir greiðslu í íslenskum krónum. Brýnt er að allur texti sé skýr og skilmerkilegur. Sé þýðing ekki fyrir hendi fæst ekki greiddur styrkur. Þetta á einnig við um nám/námskeið hjá erlendum vefsíðum.

 

Changes to rules/conditions

EDUCATIONAL FUNDSOCTOBER 23, 2023 NATIONAL EDUCATION

The boards of the educational funds Landsmenntar, Sveitamenntar Rikismenntar and Sjómenntar have approved changes to the following conditions for studies or courses abroad.

The full rule can be seen below with the changes in bold:

Due to the application for funding for studies or courses abroad, the original invoice must be submitted in the original language and in English. Then there must be a detailed division of costs, i.e. travel, accommodation and subsistence are not paid for. A bank receipt from an Icelandic bank confirming payment in Icelandic krónur must also be included. It is imperative that all text is clear and meaningful. If a translation is not available, the grant will not be paid. This also applies to studies/courses at foreign websites.

 

Zmiany w zasadach/warunkach

FUNDUSZE EDUKACYJNE23 PAŹDZIERNIKA 2023 r EDUKACJA NARODOWA

Zarządy funduszy edukacyjnych Landsmenntar, Sveitamenntar Rikismenntar i Sjómenntar zatwierdziły zmiany w poniższych warunkach studiów lub kursów za granicą.

Pełną regułę można zobaczyć poniżej ze zmianami pogrubionymi:

W związku z wnioskiem o dofinansowanie studiów lub kursów za granicą należy przedłożyć oryginał faktury w języku oryginalnym oraz w języku angielskim. Wtedy musi nastąpić szczegółowy podział kosztów, tj. podróże, zakwaterowanie i wyżywienie nie są opłacane. Należy również dołączyć paragon z banku islandzkiego potwierdzający płatność w koronach islandzkich. Ważne jest, aby cały tekst był jasny i znaczący. W przypadku braku tłumaczenia dotacja nie zostanie wypłacona. Dotyczy to również studiów/kursów na portalach zagranicznych.

Desemberuppbót 2023

Desemberuppbót er eingreiðsla sem ber að greiða samkvæmt kjarasamningum. Upphæðin ákvarðast af strafstíma og starfshlutfalli. Uppbótin greiðist sjálfstætt og án tengsla við laun.

Við hvetjum félagsmenn okkar til að fylgjast með hvort desemberuppbótin verði greidd. Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert.

 

Desemberuppbót 2023 er:

Almenni samningur milli SGS og SA – 103.000kr

Samningur f.h. Ríkissjóðs og SGS – 103.000kr

Samningur SGS og launanefndar sveitarfélaga – 131.000kr

Samningur SA vegna Sólheima við Báruna, stéttarfélags – 103.000kr

Kjarasamningur milli Bárunnar, stéttarfélags og Skaftholts – 131.000kr

Vinnustaðarsamningur Mjólkurbús Flóamanna – 103.000kr

Bændasamtök Íslands og SGS – 103.000kr

Landsamband smábátaeigenda og SGS – 103.000kr

Landsvirkjun og SGS – 149.400kr

Kjarasamningur SGS og NPS miðstöðvarinnar – 103.000kr

Mjög mikil ánægja með Kvennaverkfallið

 

Kvennaverkfallið fór fram í gær 24. október víðsvegar um landið. Báran, Stéttarfélag og FOSS, stéttarfélag buðu upp á rútuferðir frá Selfossi á baráttufundinn á Arnarhóli. Gaman var að sjá hversu margir nýttu sér það. Mætingin á Arnarhól var með eindæmum góð og talið er að met hafi verið slegið. Það gefur auga leið að svona þátttaka gefur skýr merki um það að langt er í land þegar að jafnrétti kynjanna á í hlut og því nauðsynlegt að minna á þessa baráttu með degi eins og þessum.

 

 

 

Könnun vegna yfirstandandi kjarasamninga

Kæri félagi í  Bárunni

English and polish below

Poniżej angielski i polski

Kjarasamningar eru lausir snemma á næsta ári. Mikilvægur liður í undirbúningi kjaraviðræðna er að Báran fái upplýsingar um áherslur félagsfólks. Í meðfylgjandi könnun spyrjum við um hvaða atriði það eru sem skipta þig mestu máli í næstu kjarasamningum. Góð þátttaka í könnuninni er lykilforsenda þess að félagið geti byggt kröfur sínar á vilja félagsfólks.

 

Við vonum að þú gefir þér tíma til að taka þátt. Þátttaka þín skiptir máli!

Hlekkur á könnun: bit.ly/400fB6c

 

 

Persónuvernd tryggð

Báran hefur falið Vörðu-Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins að framkvæma könnunina. Þátttakendum er hvorki skylt að svara einstökum spurningum könnunarinnar né könnuninni í heild. Þátttakendur geta verið þess fullvissir að meðferð persónuupplýsinga er í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu sem og persónuverndarstefnu Vörðu. Þess verður í hvívetna gætt að ekki verði hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda.

 

 

Survey in preparation of the 2024 collective negotiations

 

Dear member of Báran

The current collective agreements, which set minimum wages and other working terms, expire early next year. It is very important for Báran, as part of preparation for the upcoming negotiations, to gather information about its members’ priorities.  The following survey asks about what our members want to prioritise in the next collective agreements. Member participation is essential so that the union’s demands can best reflect its members’ will.

 

We hope you will take the time to participate. Your participation matters!

You can start the survey here: bit.ly/3S0jeY1

 

 

Personal data protection

Báran has asked Varða – Labour Market Research Institute to perform the survey on its behalf. Participants are not obligated to answer individual questions, or to participate in the survey as a whole. Participants can rest assured that personal data will be processed in accordance with laws on data protection and Varða’s privacy policy. Care will be taken to make sure that answers cannot be traced to individual participants.

 

Ankieta dotycząca zbliżająchych się umów zbiorowych 2024 r.

 

Drodzy członkowie Báran

Umowy zbiorowe tracą ważność na początku przyszłego roku. Ważnym aspektem przygotowania się do negocjacji płacowych jest uzyskanie przez Báran informacji o priorytety swoich członków. W załączonej ankiecie znajdują się pytania dotyczące kwestii, które są dla członków najważniejsze podczas nadchodzących negocjacji płacowych. Liczny udział w ankiecie jest podstawą tego, by związek mógł opierać swoje żądania na woli członków.

 

Mamy nadzieję, że znajdą Państwo czas na wzięcie udziału. Twój udział ma znaczenie!

Link od ankiety: bit.ly/403NvHj

 

Zapewnienie ochrony danych osobowych

Báran przeprowadzenie ankiety powierzył Varða – Instytutowi Badań Rynku Pracy. Uczestnicy nie mają obowiązku odpowiadania na poszczególne pytania ani wypełniania całej ankiety. Respondenci mogą być pewni, że przetwarzanie danych osobowych odbywa się zgodnie z ustawą o ochronie prywatności oraz polityką prywatności Varða. Dołożone zostaną wszelkie starania, by niemożliwe było powiązanie odpowiedzi z poszczególnymi respondentami.

Taktu þátt með okkur í Kvennaverkfallinu

Kvennaverkfall 24. október 2023

Samstöðufundur verður haldinn í Reykjavík á Arnarhóli kl 14:00.

FOSS stéttarfélag og Báran, stéttarfélag ætla að taka höndum saman og bjóða upp á sætaferðir á baráttufundinn í Reykjavík.

Brottför er kl 12:30 frá Hótel Selfoss og heimferð er kl 16:00. Allar konur og kvár eru velkomnar í rútu en takmarkaður sætafjöldi er í boði.

Skráning fer fram með því að senda póst fyrir kl 8:00 á mánudagsmorgun 23. október á

foss@foss.bsrb.is eða baran@baran.is

Orlofshús Bárunnar, stéttarfélags um jól og áramót

Báran, stéttarfélag auglýsir orlofshús félagsins laus til umsókna fyrir jól og áramót, vikurnar:

  1. desember 2023 – 27. desember 2023
  2. desember 2023 – 3. janúar 2024.

Umsóknarfrestur verður frá 4. október til 31. október nk.

Hægt verður að sækja um á Orlofssíðu Bárunnar, einnig verður hægt að fá aðstoð við umsóknarferlið á skrifstofu félagsins að

Austurvegi 56, 800 Selfoss eða í síma Þjónustuskrifstofu

stéttarfélaganna, 480 5000.

Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir þann 3. nóvember nk.

Öllum umsóknum verður svarað.

Verð á vikudvöl í Þverlág 2, 4 og 6, Grýluhrauni og í orlofsíbúð á Akureyri er 22.000 kr. (12 punktar).

Leigutímabil er frá miðvikudegi til miðvikudags. Íbúðin

Sóltúni 28, Rvk. verður í sveigjanlegri leigu eins og verið

hefur.

Báran, stéttarfélag

Austurvegi 56, 800 Selfoss –  sími 480 5000

baran@baran.is – https://www.baran.is

Kvennaverkfall 2023

Kæru Bárukonur,

Eins og þið vitið vel er boðað til allsherjar- og heilsdagsverkfalls kvenna þann 24. október nk. Konur og kvár eru hvött til að mæta ekki til vinnu, annast ekki börnin, standa ekki ,,þriðju vaktina“ og eftirláta körlunum að sinna heimilinu, börnunum, eldra fólkinu og öllu hinu sem þær sinna samhliða sinni launuðu vinnu.

Fyrsta kvennaverkfallið (kvennafrí) árið 1975 var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið. Það sást með skýrum hætti m.a. þar sem leikskólar og grunnskólar lokuðu, kennsla féll niður í framhaldsskólum og Háskóla Íslands, þjónusta var skert eða loka þurfti í verslunum, bönkum og fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum. Fiskvinnsla og flug féll niður og konur lögðu niður störf á skipum sem voru úti við veiðar og svo mætti lengi telja.

ASÍ er á meðal þeirra samtaka sem efna til kvennaverkfalls. Á þeim tpælega 50 árum sem liðin eru frá fyrsta kvennaverkfallinu hefur náðst markverður árangur í jafnréttismálum þó enn sé langt í land.

  • Atvinnutekjur kvenna eru enn 21% lægri en karla og hefðbundin kvennastörf eru talsvert verr launuð en karlastörf.
  • Fólk sem starfar við ræstingar, umönnun og menntun barna og þjónustu við sjúka og aldraða myndar láglaunahópa í samfélaginu.
  • Atvinnuþátttaka kynjanna er svipuð – en konur bera langmesta ábyrgð á heimilishaldi og umönnun.

Auk þess kerfisbundna vanmats á störfum kvenna hér á landi eru önnur meginþemu verkfallsins kynbundið og kynferðislegt ofbeldi sem meira en 40% kvenna verða fyrir á lífsleiðinni.

 

Kvennaverkfallið er þó ekki verkfall eins og vinnulöggjöfin segir til um. Launafólk tekur þátt á eigin forsendum og hvetjum við konur og kvár að fá heimild hjá sínum yfirmanni til að taka þátt og berjast fyrir jafnrétti.

Báran, stéttarfélag hvetur atvinnurekendur til að heimila starfsfólki sínu að taka þátt án þess að skerða laun.

https://kvennafri.is/

Kvennaverkfall 2023 – almennt hvatningarbref

Women’s Strike 2023 – a letter of encouragement to individuals

Strajk kobiet