


Vegna félagsmannasjóðs
Til félagsmanna Bárunnar, stéttarfélags sem starfa hjá sveitarfélögum.
Nú hafa stéttarfélögin tekið yfir umsýslu greiðslna úr félagsmannasjóði. Þeirri vinnu lýkur á allra næstu dögum og stefnum við að því að greiða út 10. febrúar.
Við hvetjum félagsmenn okkar hjá sveitarfélögunum að uppfæra bankaupplýsingar á mínum síðum á heimasíðu Bárunnar. www.baran.is
Við biðjumst velvirðingar á þessum töfum.
Kveðja, Báran Stéttarfélag.

Ný launatafla starfsfólks sveitarfélaga
Nýu launatafla sveitarfélaganna tók gildi þann 1. janúar 2023 og gildir hún til 30. september 2023
Samkvæmt töflunni er hækkunin að lágmarki 35.000kr

Greiðslur úr félagsmannasjóð
Kæri félagsmaður,
Í síðasta kjarasamningi við sveitarfélögin var samið um og stofnaður sérstakur félagsmannasjóður. Atvinnurekandi greiðir mánaðarlegt framlag í sjóðinn sem nemur 1,5% af heildarlaunum félagsmanna og verður greitt úr sjóðnum 1. febrúar ár hvert. Grein 13.8 í samningi Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga fjallar um félagsmannasjóðinn.
Frá því sjóðurinn var stofnaður hefur Starfsgreinasambandið haldið utan um starfsemi sjóðsins og greiðslur félagsmanna því farið til sambandsins. Sambandið hefur einnig séð um að greiða úr sjóðnum ár hvert. Ákveðið var í byrjun september að Starfsgreinasambandið hætti að sjá um þetta og að hvert félag eigi að sjá um sjóðinn fyrir sína félagsmenn. Því mun Báran, stéttarfélag sjá um þessar greiðslur til sinna félagsmanna.
Til að hægt sé að greiða úr sjóðnum biðjum við þig að skrá þig inn á ,,mínar síður“ á heimasíðu Bárunnar.
Þar á forsíðunni sérðu flipa sem heitir ,,skoða mínar upplýsingar“ þú smellir á hann og uppfærir þær upplýsingar sem þar koma fram.
Bankaupplýsingar þurfa að vera réttar ásamt netfangi og símanúmeri.





Kjarasamningar samþykktir
Kjarasamningur á almenna vinnumarkaðnum sem skrifað var undir þann 3.desember sl. var samþykktur með rúmlega 86% greiddra atkvæða hjá félagsmönnum Bárunnar, stéttarfélags. Nýji samningurinn tekur við að fyrri samningi eða frá og með 1. nóvember 2022. Kæru félagar, til hamingju.

Félagsfundur Bárunnar, nýr kjarasamningur
Félagsfundur Bárunnar verður haldinn fimmtudaginn 15. desember að Austurvegi 56 klukkan 17:00 þar sem farið verður yfir nýja kjarasamninginn sem var undirritaður þann 3. desember og hvað það þýðir fyrir launafólk ef hann verður samþykktur. Við hvetjum sem flesta til að mæta.