Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fréttabréf Bárunnar, stéttarfélags

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags

Aðalfundur Bárunnar var haldinn á Hótel Selfossi 15. maí síðasrtliðinn. Fundurinn var ágætlega sóttur og var farið yfir ýmis mál, má þar nefna: Skýrslu stjórnar, ársreikningur samþykktur og kemur hann inn á heimasíðuna innan skamms, svo voru einnig kynntar breytingar á úthlutunarreglum sjúkrasjóðs Bárunnar, stéttarfélags.

 

Breytingarnar sem gerðar voru á styrkjum sjúkrasjóðs Bárunnar eru eftirfarandi:

Meðferð hjá eftirfarandi aðilum: lögiltum sjúkraþjálfara, sjúkranuddara eða kírópraktor. Greitt er 50% af kostnaði að hámarki 5.000.-kr í fyrsta skipti, hámark 2.000.-kr í hvert skipti eftir það.Hámark 36 skipti á hverjum 12 mánuðum (óháð félagsgjaldi). Yfirlit meðferða verður að fylgja.“

breytt hámark úr kr. 2000 í 2.500 (hækkun). Skiptin fara úr 36 í 46.

 

Viðtal hjá sálfræðingi, geðhjúkrunarfræðingi, félags eða fjölskylduráðgjafa. Greitt er 50% af kostnaði að hámarki 7.000.- kr. 12 skipti á hverjum 12 mánuðum. Falli viðtal undir afsláttarkjör annarstaðar (t.d. Tryggingarstofnun) fellur rétturinn niður. Yfirlit meðferða verður að fylgja.“

Styrkur hækkaðuir úr kr. 7.000 í 10.000

 

Reglubundin krabbameinsskoðun endurgreiðist að fullu (óháð félagsgjaldi). Hámark  endurgreiðslu er 12.000 kr. á hverju 12 mánaða tímabili.

Krabbameinsskoðun hækkar úr kr. 12.000 í 18.000 á hverju 12 mánaða tímabili.

 

Kaup á gleraugum, linsum eða heyrnatæki. Greitt er 50% af kostnaði að hámarki 50.000.-  kr. Hægt er að sækja um styrkinn einu sinni á hverjum 36 mánuðum. Ef styrkur er ekki  fullnýttur má nýta hann innan þriggja ára.

Gleraugu og heyrnartæki. Hækka úr kr. 50.000 í 65.000.

 

Styrkur til líkamsræktar/ heilsueflingar er 50% af kostnaði þó að hámarki 50.000 á hverju almanaksári. Skilgreining á heilsueflingu er viðurkenndar íþróttagreinar samkvæmt ÍSÍ – Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (http://isi.is/um-isi/vidurkenndar-ithrottagreinar/) og fellur undir að vera æfinga og/eða aðildargjöld.

Styrkur hækkar úr kr. 50.000 í 55.000

 

Tannlæknakostnaður: Styrkur vegna tannlækninga er að hámarki kr. 20.000 á 12 mánaða tímabil.

Tannlæknakostnaður hækkar úr kr. 20.000 í 25.000.

 

Samanlagðir styrkir  er að hámarki 100.000,- kr. á hvern einstakling á 12 mánaða tímabili fyrir fullgreiðandi félagsmann og hlutfallslega ef það á við. Fæðingastyrkur, dánarbætur, útfararkostnaður eru óháðir öðrum styrkjum.

Samanlagðir styrkir hækka úr kr. 100.000 í 120.000

 

 

Tenging við félagsmenn

Við hjá Bárunni, stéttarfélagi erum ávallt að leita leiða til að bæta tengingu okkar við félagsmenn og erum við þessi misserin í sérstöku átaki til að bæta tengiliðaupplýsingar hjá okkar félagsmönnum. Þessar upplýsingar notum við til að geta átt í betri samskiptum við okkar félagsmenn Bárunnar, eins og til dæmis þegar kosið er um kjarasamninga og hvetja félagsmenn að sækja fundi félagsins ásamt almennri upplýsingagjöf. Mjög mikilvægt er fyrir starfsfólk Bárunnar að þessar upplýsingar séu réttar svo við getum náð á félagsmenn varðandi styrki úr sjúkrasjóð. Sjúkradagpeninga og einnig varðandi menntastyrki.

Við höfum unnið markvisst að því að safna þessum upplýsingum og viljum gera ennþá betur og hvetjum við því alla að fara inn á mínar síður og athuga hvort að allar upplýsingar séu réttar og leiðrétta ef þess þarf. Persónuverndarverndastefna Bárunnar var nýlega uppfærð og þurfa félagsmenn núna að samþykkja hana við innskráningu inn á mínar síður. Hægt er lesa persónuverndarstefnuna hér Persónuverndarstefna Bárunnar.

 

Við hvetjum alla okkar félagsmenn til að uppfæra sínar tengiliðaupplýsingar og taka þátt í happdrættinu.

 

 

 

Eru þínar tryggingar í lagi?

Í kjölfar undirritunar samnings Bárunnar, stéttarfélags og VÍS býðst félagsmönnum að fá tilboð í sínar tryggingar. Núverandi viðskiptavinir eru einnig hvattir til að heyra í VÍS til að yfirfara tryggingarnar sínar.

Það er skynsamlegt að yfirfara tryggingaverndina reglulega, til dæmis þegar breytingar verða á fjölskyldustærð, verðmæti innbús eða stærð húsnæðis.

Með því að fara inn á https://vis.is/baran-verkalydsfelag/ geta félagsmenn fyllt út form og ráðgjafar hafa samband í kjölfarið.

 

Orlofsuppbót 2023

Orlofsuppbót á að koma til greiðslu 1. júní hjá starfsfólki á almennum vinnumarkaði og hjá ríkinu.

  • Almenni samningur milli SGS og SA – 56.000 kr
  • Samningur f.h. Ríkissjóðs og SGS – 53.000 kr (ósamið)
  • Samingur SGS og Launanefndar sveitarfélaga – 54.350 kr
  • Samningur SA vegna Sólheima við Báruna, stéttarfélag – 53.000 kr (ósamið)
  • Skaftholt – 54.350 kr
  • Vinnustaðasamningur Mjólkurbús Flóamanna – 56.000 kr
  • Bændsamtök Íslands og SGS – 56.000 kr
  • Landsamband smábátaeigenda og SGS – 56.000 kr
  • Landsvirkjun og SGS – 149.400 kr

 

Hinn 1. júní ár hvert skal starfsmaður sem er í starfi til 30. apríl næst á undan, fá greidda sérstaka eingreiðslu, orlofsuppbót, er miðast við fullt starf næstliðið orlofsár. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Hafi starfsmaður látið af störfum á orlofsárinu vegna aldurs eða eftir a.m.k. 3 mánaða/12 vikna samfellt starf á orlofsárinu, skal hann fá greidda orlofsuppbót hlutfallslega miðað við unninn tíma og starfshlutfall. Sama gildir ef starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða vegna fæðingarorlofs.