Við vinnum fyrir þig

Translate to

Halldóra Sveinsdóttir nýr 3. varaforseti ASÍ

Halldóra Sigríður Sveinsdóttir formaður Bárunnar stéttarfélags á Selfossi var í dag kosin 3. varaforseti ASÍ á fundi miðstjórnar sambandsins. Ragnar Þór Ingólfsson hefur gegnt embætti 3. varaforseta en verður 2. varaforseti eftir að Sólveig Annu Jónsdóttir sagði af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir ASÍ í byrjun mánaðarins. Halldóra sem er 61 árs hefur verið formaður Bárunnar …

Ný Heimasíða Bárunnar – Fréttabréf og fleira

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á nýja heimasíðu okkar   Báran, stéttarfélag hefur nú opnað nýja heimasíðu félagsins. Við höfðum auðvelt aðgengi að helstu upplýsingum að leiðarljósi og tökum vel móti ábendingum um hvaða efni þið viljið sjá hér. Einnig höfum við innleitt mínar síður, þar sem að hægt er að sækja um heilsu og …

Drífa Snædal ávarpaði þing ETUC

Drífa Snædal, forseti ASÍ, ávarpaði í dag þing ETUC (Evrópusamband verkalýðsfélaga) sem haldið er í Lissabon í Portúgal. Hún gerði endurreisnina eftir Covid faraldurinn að umtalsefni í ræðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. Önnur umræðuefni á þinginu hafa snúist um lágmarkslaun í Evrópu, stöðu verkalýðshreyfingarinnar í álfunni og fækkun þeirra sem taka …

Ísland á toppnum á heimslista lífeyriskerfa

Ísland hafnar í efsta sæti í alþjóðlegum samanburði bandaríska ráðgjafarfyrirtækisins Mercer og samtakanna CFA Institute á lífeyriskerfum 43 ríkja víða um heim. Á þessum samanburðalista er ekki aðeins fjallað um styrkleika kerfanna heldur einnig bent á veikleika þeirra og hvernig mætti ná enn betri árangri. Þegar lífeyriskerfin í löndunum 43 voru borin saman var einkum …

Minnir á sögu verkalýðshreyfingarinnar í samhengi við atburði síðustu vikna

Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands skrifar: Síðustu dagar hafa verið undarlegir fyrir þá sem starfa í verkalýðshreyfingunni. Formaður og framkvæmdastjóri eins stærsta félags í ASÍ, stærsta félags í SGS sem er landssamband almennra félaga verkafólks, hafa sagt af sér. Þau bera starfsfólk félagsins þungum sökum, tala og skrifa um ofbeldismenningu, mannorðsmorð og þeim hafi verið …

Pistill framkvæmdastjóra SGS

Hugsjónafólk í starfi Undanfarin tæplega 3 ár hef ég verið svo gæfusamur að starfa hjá Starfsgreinasambandinu. Á þeim tíma hefur verið gengið frá aðalkjarasamningi á almennum vinnumarkaði, kjarasamning við Ríkið og samtök sveitarfélaga og sérkjarasamningum. SGS hefur einnig haldið þing sitt á þessum árum, fræðsludaga starfsfólks og fleira svo fátt eitt sé nefnt af verkefnunum. …

Verð á lausasölulyfjum og öðrum vörum í apótekum lægst hjá Costco og Lyfjaveri

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á lausasölulyfjum og ýmsum öðrum vörum sem seldar eru í apótekum, þriðjudaginn 2. nóvember. Verð var kannað í öllum apótekum á landinu eða 26 útibúum. Borgarapótek í Borgartúni var eina apótekið sem neitaði þátttöku í könnuninni. Costco var oftast með lægsta verðið í könnuninni, á 53 vörum af þeim 149 sem …

Pistill forseta ASÍ

Play er enginn leikur fyrir launafólk Þegar ég byrjaði að vinna fyrir verkalýðshreyfinguna þá trúði ég því varla að á íslenskum vinnumarkaði væru hópar sem væri búið að svipta rödd sinni, þyrðu ekki að koma fram og greina frá aðstæðum sínum og væru kúgaðir til að vinna fyrir laun undir lágmarkslaunum. Síðan er ég reynslunni ríkari og hef ítrekað hitt fólk …