Við vinnum fyrir þig

Translate to

Með gæludýr í orlofshús

Á stjórnarfundi Bárunnar voru tekin fyrir erindi félagsmanna varðandi gæludýr í orlofshúsunum. Ákveðið var að leyfa gæludýr í einu húsi Þverlág 2 á Flúðum frá og með 18.11.2022. Þetta verður til reynslu í eitt ár. Við biðjum gesti um að virða reglur varðandi dýrahald og umgengni húss. Fólki með ofnæmi fyrir dýrum er ráðlagt að …

Fréttabréf Bárunnar

Báran, stéttarfélag var stofnað 25. júní 2002 og  fagnar því 20 ára afmæli á þessum tímamótum. Saga Bárunnar er hins vegar mun eldri en það. Á þessum stofnfundi lauk sameiningu þriggja félaga á svæðinu. Verkalýðsfélagið Þór Selfossi, Verkalýðs- og sjómannafélagið Bjarmi á Stokkseyri og Verkalýðs- og sjómannafélagið Báran á Eyrarbakka. Áður hafði bílstjórafélagið Ökuþór sameinast …

Fréttabréf Bárunnar

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags verður haldinn mánudaginn 16. maí 2022 á Hótel Selfossi. Fundurinn hefst klukkan 18:00 Báran, stéttarfélag á 20 ára afmæli og verður því fagnað á fundinum. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs 3. Önnur mál. Boðið verður upp á kvöldverð.   Sjáumst kæru félagar Stjórn Bárunnar, stéttarfélags Allt launafólk á …

Fékkst þú hagvaxtarauka?

Forsendunefnd ASÍ og SA hefur ákveðið að hagvaxtaraukinn komi til greiðslu 1. maí líkt og kveðið er á um í samningum. Launataxtar munu hækka um 10.500 kr. og almenn laun um 7.875 kr. frá 1. apríl og koma til greiðslu 1. maí. Samkvæmt Lífskjarasamningnum kemur hagvaxtarauki til framkvæmdar ef landsframleiðsla (að raunvirði) á hvern íbúa …

Góð stemning í kröfugöngu á 1. maí

Loksins eftir tveggja ára bið var farin kröfuganga á 1. maí. Lagt var af stað héðan frá Austurvegi 56 með Lúðrasveit Verkalýðsins í fararbroddi og haldið var á Hótel selfoss þar sem veisluhöldin fóru fram. Flosi Eiríksson framkvæmdarstjóri Starfsgreinasambandsins og Jóhannes Torfi Torfason fulltrúi unga fólksins og nemi við Menntaskólann á Laugarvatni héldu ræðu. Guðrún …

Ályktun frá trúnaðarráði Bárunnar, stéttarfélags.

Báran, stéttarfélag harmar þá stöðu sem launafólk innan ASÍ hefur orðið vitni að vegna átaka innan hreyfingarinnar (ASÍ) þar sem ráðist hefur verið að starfsfólki hreyfingarinnar, forseta ASÍ og fleirum og vegið að grundvallarréttindum launafólks. Trúnaðarráð Bárunnar, fordæmir þá ósvífnu og óskiljanlegu ákvörðun Baráttulista stjórnar Eflingar að segja öllu starfsfólki á skrifstofu félagsins upp störfum. …

Frá uppstillingarnefnd

Tillaga uppstillingarnefndar til aðalfundar Bárunnar, stéttarfélags 16. maí 2022 Stjórn og nefndir Bárunnar stéttarfélags fyrir aðalfund 2022 Formaður (annað hvert ár): Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Meðstjórnendur (annað hvert ár): Jón Þröstur Jóhannesson Ragnhildur Eiríksdóttir Varastjórn (kosið á hverju ári): 1. Hildur Guðjónsdóttir 2. Hjalti Tómasson 3. Sylwia Konieczna Stjórn sjúkrasjóðs (annað hvert ár, kosið 2022) Halldóra …

Kvennaráðstefna ASÍ 2022

Kvennaráðstefna ASÍ „Fitjum upp á nýtt“ var haldin dagana 7. og 8. apríl síðastliðinn undir yfirskriftinni „Örugg afkoma og velferð kvenna“. Meginmarkmið ráðstefnunnar var að efla tengslanet kvenna og styrkja konur til meiri áhrifa innan verkalýðshreyfingarinnar. Í fyrsta sinn í 106 ára sögu Alþýðusambandsins er kvennaráðstefnan haldin undir forystu kvenforseta. Í karllægri verkalýðshreyfingu skiptir máli …