Við vinnum fyrir þig

Translate to

Vegna aðalfundar 14. maí 2025

Uppstillingarnefnd Bárunnar, stéttarfélags hefur sent frá sér tillögu að lista samkvæmt lögum sem samþykkt voru á aðalfundi 2017. Nefndin leggur fram tillögu að lista til stjórnar og nefnda Bárunnar, stéttarfélags á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 14. maí 2025.

Listi uppstillingarnefndar liggur frammi til kynningar hjá Bárunni, stéttarfélagi Austurvegi 56, Selfossi og á heimasíðu félagsins frá og með 27.03 2025.
Frestur til að bjóða sig fram og/eða bera fram aðrar tillögur til uppstillinganefndar er til og með 30. apríl 2025 og skilist á skrifstofu félagsins að Austurvegi 56 Selfossi.

Stjórn og nefndir Bárunnar stéttarfélags fyrir aðalfund 2025

Varaformaður:
Örn Bragi Tryggvason
Meðstjórnendur:
Ingvar Garðarsson
Magnús Ragnar Magnússon
Helga Sigríður Flosadóttir

Varamenn:
Hildur Guðjónsdóttir
Sylwia Konieczna
Hugborg Guðmundsdóttir

Úthlutunarnefnd vinnudeilusjóðs:
Halldóra S Sveinsdóttir
Sigrún Sigurðardóttir
Sylwia Katarzyna Konieczna
Til vara: 
Jóhanna Guðmundsdóttir
Alexander Örn Ingason

Kjörstjórn, Bárunnar stéttarfélags:
Jóhannes Sigurðsson
Egill Valdimarsson
Til vara:
Matthildur Ómarsdóttir
Halldóra Sigríður Sveinsdóttir

Uppstillingarnefnd, Bárunnar stéttarfélags:
Kristín Sigfúsdóttir
Sigrún Sigurðardóttir
Jóhanna Guðmundsdóttir
Til vara:
Heiðar Már Guðnason

Skoðunarmenn reikninga:  
Soffía Sigurðardóttir
Mateuz Michal Kuc
Til vara: 
Heiðar Már Guðnason

Siðanefnd
Leifur Gunnarsson
Kristín Sigfúsdóttir
Egill Valdimarsson
Til vara
Sigurlaug Ósk Reimarsdóttir
Heiðar Már Guðnason

Kauptaxtaauki tekur gildi 1. apríl

Forsendunefnd kjarasamninga hefur úrskurðað að kauptaxtaauki virkjast frá og með 1. apríl næstkomandi. Kauptaxtaaukinn felur í sér að lágmarkstaxtar kjarasamninga hækka um 0,58%. Forsendur þessa eru hækkun launavísitölu á almennum markaði umfram umsamdar taxtahækkanir á fyrsta tímabili stöðugleikasamningsins.

Samkvæmt kjarasamningum á árunum 2024-2028, ber nefndinni að fylgjast með efnahagslegum forsendum og mögulegum áhrifum á markmið samninga um minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. Einnig verður lagt mat á samningsforsendur í september 2025 og september 2026.

Yfirlýsing launa- og forsendunefndar í heild sinni

Launa- og forsendunefnd kjarasamninga á almennum vinnumarkaði, sem skipuð er fulltrúum frá ASÍ og SA, kom saman til fyrsta fundar föstudaginn 7. mars. Á fundinum var úrskurðað að kauptaxtaauki virkjast frá og með 1. apríl næstkomandi. Kauptaxtaaukinn felur í sér að kauptaxtar kjarasamninga hækki um 0,58% frá og með 1. apríl og skýrist af því að launavísitala á almennum markaði hækkaði umfram umsamdar taxtahækkanir viðmiðunartaxtans á fyrsta tímabili stöðugleikasamningsins.

Nefndinni, sem starfar samkvæmt kjarasamningum á árunum 2024-2028, ber að fylgjast með framvindu efnahagslífs og mögulegum áhrifum á markmið samninga um minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. Nefndinni ber jafnframt að leggja mat á samningsforsendur í september 2025 og september 2026.

Verðbólga gengið niður og kaupmáttur aukist

Meginmarkmið samninganna er að stuðla að minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. Verðbólga mældist um 8% þegar undirbúningur kjarasamninga hófst haustið 2023. Forsendunefndin er sammála um að árangur samninganna hafi verið merkjanlegur, verðbólga mælist í dag 4,2% en 2,7% ef horft er fram hjá áhrifum húsnæðisverðs. Kaupmáttur launa hefur aukist á fyrsta ári samnings.

Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferli í október síðastliðnum og hafa stýrivextir lækkað um 1,50 prósentur frá gerð samninga. Á sama tíma hefur aðhald peningastefnunnar aukist og raunvextir hækkað.

Aukin óvissa um efnahagshorfur

Forsendur eru fyrir áframhaldandi hjöðnun verðbólgu á næstu mánuðum og þar með frekari lækkun vaxta. Hins vegar hefur alþjóðleg óvissa um efnahagshorfur aukist og hætta á að Ísland verði fyrir áhrifum af vaxandi átökum á alþjóðavettvangi og viðskiptastríðum. Forsendunefndin telur mikilvægt að stjórnvöld, Seðlabanki Íslands og fyrirtæki vinni áfram að markmiðum samninganna og skapi þannig forsendur fyrir áframhaldandi minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. Þar telur nefndin brýnt að ríki og sveitarfélög vinni með peningastefnunni, gæti hófs í álagningu gjalda og taki markviss skref í íbúðauppbyggingu.

Frétt tekin af heimasíðu ASÍ www.asi.is

8. mars – 8 konur og 8. sýningin.

Við hér á Suðurlandi tökum við fagnandi á móti kvennaárinu 2025. Báran, stéttarfélag, Foss (félag opinbera starfsmanna á Suðurlandi) og Verkalýðsfélag Suðurlands buðu félagskonum í leikhús á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. Leikfélag Selfoss er með sýninguna „Átta konur“ sem fjallar um átta konur. Verkinu leikstýrir Rakel Ýr Stefánsdóttir.

Félögunum þótti vel við hæfi að nýta það sem er í nærumhverfinu. Þetta er frábær sýning og allir skemmtu sér konunglega.

Takk fyrir okkur og þið sem mættuð takk fyrir samveruna.

 

Konur styðja konur, saman erum við sterkastar!

🎭 Boð í leikhús

Félagskonum er boðið í leikhús laugardaginn 8. mars kl. 18:00 í Leikfélagi Selfoss að
fagna kvennaárinu 2025!

Leikverkið Er „Átta konur“ eftir franska leikskáldið Robert Thomas. Verkið var frumflutt í
París árið 1961 og naut mikilla vinsælda. Árið 2002 var gerð kvikmynd byggð á leikritinu.

Mömmur, ömmur, dætur og vinkonur eru velkomnar!

🎟 Hver félagskona getur fengið tvo miða.

📩 Skráning miða fer fram með tölvupósti á:
👉 vs@vlfs.is – skráningu þarf að fylgja nafn, kennitala og stéttarfélag.

Takmarkað magn miða og fyrirvarinn stuttur
Svo endilega skráið ykkur sem fyrst

Við hlökkum til að njóta kvöldsins með ykkur

Sumarúthlutun orlofshúsa

Báran, stéttarfélag auglýsir orlofshús félagsins í Þóristöðum 1 og 2,  við Þverlág 2, 4 og 6 á Flúðum, í Kiðárskógi 10 í Húsafelli (skiptibústaður) og íbúð á Akureyri Ásatún 12 til leigu sumarið 2025 fyrir félagsmenn.

Umsóknafrestur er frá 26. febrúar til 10. mars nk.

 

Sótt er um á Félagsvef Bárunnar, hægt er að fá aðstoð við umsóknarferlið á skrifstofu félagsins að Austurvegi 56, 800 Selfoss.

Allir félagsmenn geta sótt um, það er eingöngu punktastaða umsækjenda sem ræður niðurstöðu úthlutunar.

Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir þann 13. mars nk.

Greiðslufrestur er til 20. mars kl.10:00 eftir að úthlutað verður.

20. mars klukkan 11:00 verða ógreiddar og óúthlutaðar vikur opnar á Félagsvefnum og gildir þá „fyrstur kemur fyrstur fær“.

Öllum umsóknum verður svarað.

Vikuleigan á Flúðum, Þórisstöðum og Kiðárskógi í Húsafelli er frá fimmtudegi til fimmtudagss.

Vikuleigan á Akureyri er frá miðvikudegi til miðvikudags.

 

Tímabilin eru:

Þverlág 2, 4 og 6 , Þórisstaðir 1 og 2, Kiðárskógi 10 í Húsafelli –  frá 29.05.2025 - 28.08.2025

Akureyri, Ásatún 12  -  frá 28.05.2025 – 27.08.2025.

 

Íbúðirnar í Sóltúni 28, Rvk. og Borgartúni 24a, verða ekki úthlutað heldur verða í sveigjanlegri leigu eins ávallt.

 

Félagsvefur

Niðurstöður síðustu kjarasamninga vonbrigði

Þegar kjarasamningar á almennum markaði voru undirritaðir voru meginmarkmið samningsins meðal annars að lækka verðbólgu með samstilltu átaki verkalýðshreyfingarinnar, ríkis, atvinnurekanda, sveitarfélaga og annarra. Ríkið skuldbatt sig til að hækka ekki umfrá 2,5% á árinu 2025. Tilmæli voru til sveitarfélaga um að endurskoða áður útgefnar hækkanir og halda þeim innan 3,5% vegna barnafjölskylda. Fyrir kjarasamningsgerðina lágu fyrir niðurstöður skýrslu Vörðu rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins.

þar sem gerð var sérstök úttekt á stöðu og lífsskilyrðum ræstingarfólks. Niðurstöðurnar voru vægast sagt sláandi. Konur og innflytjendur er í meirihluta starfandi við ræstingar. Miðað við aðra hópa á þessi hópur erfitt með að ná endum saman, eru frekar í vanskilum miðað við aðra hópa. Þessi hópur býr frekar í leiguhúsnæði. Líkamleg og andleg heilsa mælist verri en hjá öðrum hópum og eru líklegri til þess að mælast með kulnun eða örmögnun. Niðurstöður þessar leiddu til þess að ákveðið var að hækka ræstingafólk umfram aðra hópa.
Nú virðist svar ræstingafyrirtækja við þessu við þessu að breyta kjörum þessa fólks og þá helst að lækka kjörin og í leiðinni að herða á vinnutakti. Staðfest dæmi eru frá þessu ári að sum þeirra greiða laun undir lágmarksákvæðum kjarasamnings stundi mjög alvarleg kjarasamningsbrot. Ríki og sveitarfélög bjóða út mest af þeim ræstingum sem fellur undir þeirra starfsemi og bera að mestu leyti ábyrgð á þessari þróun.

Tilmæli til sveitarfélaganna að endurskoða útgefnar hækkanir virðast ekki ganga eftir. Eru ýmsar æfingar þar á bæ sem samræmast ekki markmiðum kjarasamninga eða kjarasamningum almennt. Ekki var samið um vinnutímastyttinguna hjá Eflingu og SGS. Flestir á vinnumarkaði eru komnir með vinnutímastyttingu. Er það bagalegt að hluti af almenna markaðnum er ekki í takt við aðra hópa. Furðu sætir að fólkið á lægstu launum sem sinnir mjög krefjandi og erfiðum störfum skuli ekki vera komið með vinnutímastyttinguna og hefur þessi slagur staðið frá 2019. Þeir sem eru að greiða lengri viðveru á leikskólum eru lægst launaði hópurinn og tölur um þann tíma sem er umfram vinnutímastyttingu hjá öðrum hópum kostar allt að kr. 3.700 hver tími.

Spurning: Eru forsendur kjarasamninga brostnar?

Halldóra Sigr. Sveinsdóttir formaður Bárunnar, stéttarfélags.

Febrúar Fréttabréf Bárunnar

Við höfum greitt út úr Félagsmannasjóði fyrir árið 2024, en eins og oft áður vantar okkur bankaupplýsingar frá nokkrum félagsmönnum sem eiga rétt á greiðslu.

Félagsmannasjóðurinn er fyrir starfsfólk sveitarfélaga. Atvinnurekendur greiða í hann mánaðarlega, alls 2,2% af heildarlaunum. Ef þú starfar eða starfaðir hjá sveitarfélagi eða stofnunum þeirra árið 2024, skráðu þig inn á félagsvefinn okkar og settu inn bankaupplýsingar svo við getum komið greiðslunni til þín.

Félagsvefur

 

Launahækkanir fyrir félagsmenn Bárunnar

Þann 1. janúar síðastliðinn hækkuðu laun félagsmanna Bárunnar sem starfa á almennum vinnumarkaði og í hótelum, veitingahúsum, í samræmi við kjarasamninga. Þessar hækkanir voru greiddar út með launum þann 1. febrúar síðastliðinn.

Við hvetjum félagsmenn til að fara vel yfir launaseðlana sína og ganga úr skugga um að launahækkunin hafi skilað sér. Ef upp koma villur eða vantar upp á greiðslur er mikilvægt að hafa strax samband við atvinnurekanda og krefjast leiðréttingar. Starfsfólk Bárunnar er einnig til staðar til að aðstoða ef þörf krefur.

Hækkanir á launum og kjaratengdum liðum 

  • Föst mánaðarlaun í dagvinnu hækka um 3,5%, þó aldrei um minna en 23.750 krónur, nema annað sé tilgreint í launatöflum kjarasamningsins.
  • Kjaratengdir liðir kjarasamningsins hækka einnig um 3,5%, nema um annað hafi verið samið.

Við höfum tekið upp tímapöntunarkerfi fyrir félagsmenn sem vilja fá ráðgjöf á skrifstofu okkar. Á heimasíðunni okkar finnurðu nú hnappinn "Bóka tíma í ráðgjöf", sem leiðir þig á skráningarform. Þar er gott að tilgreina hvað þú vilt ræða, svo kjaramálafulltrúar okkar geti undirbúið sig og afgreitt erindið hratt og vel.

Með þessu aukum við þjónustustigið fyrir þá sem þurfa persónulega ráðgjöf, og hvetjum alla til að bóka tíma ef þeir þurfa aðstoð. Athugið að ekki er hægt að tryggja ráðgjöf á skrifstofu nema með fyrirfram bókuðum tíma.

Að sjálfsögðu er enn hægt að senda okkur tölvupóst eða hringja með fyrirspurnir.

Panta tíma

 

Okkur hafa borist ábendingar um að umgengni í orlofshúsunum sé nú oftar ekki til fyrirmyndar. Þessi hús eru ekki aðeins eign félagsins heldur sameiginleg eign allra félagsmanna, og það er á ábyrgð okkar allra að halda þeim í góðu ástandi.

Við viljum því hvetja alla sem nýta sér orlofshúsin til að ganga vel um, þrífa vandlega og ganga úr skugga um að næsti gestur fái hús í sama góða ástandi og þeir sjálfir vildu taka við því. Það er einföld kurteisi og virðing gagnvart félögum okkar sem einnig vilja njóta orlofsins í hreinu og vel viðhöldnu húsnæði.

Við viljum einnig vekja athygli félagsmanna á því að gæludýr eru ekki leyfð í neinum af orlofshúsum okkar, nema í Þverlág 2 á Flúðum. Gæludýraeigendur eru vinsamlegast beiðnir að virða þessa reglu.

Þegar allir leggja sitt af mörkum tryggjum við að orlofshúsin haldist í góðu ástandi til framtíðar og að sem flestir geti notið þeirra með ánægju. Því biðlum við til félagsmanna: sýnum ábyrgð og umgöngumst þessi sameiginlegu gæði af virðingu.

 

Kveðja,
Starfsfólk Bárunnar, stéttarfélags

Félagsmannasjóðurinn

Í gær 30. janúar var greitt úr Félagsmannasjóði. Allir félagsmenn sem störfuðu hjá sveitarfélagi á árinu 2024 eiga rétt á að fá greitt úr sjóðnum.

Þeir sem ekki hafa fengið greitt út sjóðnum hafa ekki fyllt út reikningsnúmerið á innri síðum félagsins. Til þess að fá greitt verða að vera til staðar upplýsingar um reikningsnúmerið. Næsta föstudag þann 7. febrúar verður greitt til þeirra sem hafa þá fyllt út reikningsnúmerið á mínum síðum. Við hvetjum ykkur sem eiga rétt úr sjóðnum og hafa ekki fengið greitt að fara inn á mínar síður og fylla út reikningsnúmerið.

Leiðbeiningar

Þegar þú ert kominn inn á síðuna smellir þú á hnappinn í efra hægra horninu, þaðan kemur valmynd þar sem þar sem þú slærð inn upplýsingarnar sem beðið er um og fyllir það út skilmerkilega.

Félagsvefur

Páskaúthlutun 2025

Báran, stéttarfélag auglýsir orlofshús félagsins laus til umsókna fyrir páskavikuna 16. apríl – 23. apríl 2025.

 

Umsóknarfrestur er frá 16. janúar kl.10:00 til 5. febrúar  kl.10:00 nk. Hægt er að sækja um á Félagsvef Bárunnar.

Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir þann 7. febrúar nk.

Öllum umsóknum verður svarað.

 

Verð á vikudvöl í Þverlág 2, 4 og 6, Grýluhrauni og orlofsíbúð á Akureyri er 24.000 kr. (24 punktar).

Verð á vikudvöl í Þórisstöðum 1 og 2 er 28.000 kr. (24 punktar).

Leigutímabil er frá miðvikudegi til miðvikudags.

 

Íbúðir í Sóltúni 28 og Borgartúni 24 a. eru ekki úthlutað heldur verða í sveigjanlegri leigu eins og ávallt og opnar 26. febrúar.

 

Athugið að ekki skiptir máli hvenær á umsóknartímabilinu sótt er um, kerfið raðar umsóknum eingöngu eftir punktastöðu félagsmanna.

Greiðslufrestur er til og með 13. febrúar. Eftir það opnast bókunarvefurinn þann 14. febrúar kl. 10:00 fyrir alla félagsmenn með réttindi til að bóka og þá gildir fyrstur kemur fyrstur fær fyrirkomulag.

 

Sæktu um núna í hnappnum hér að neðan

 

Félagsvefur

Félagsmannasjóðurinn

Allir félagsmenn sem störfuðu hjá sveitarfélagi á árinu 2024 eiga að fá greitt úr Félagsmannasjóði í byrjun febrúar nk. Iðgjald í sjóðinn er 2,2% af heildarlaunum.
Þar sem að Báran greiðir úr sjóðnum er mikilvægt að við höfum aðgang að upplýsingum um reikningsnúmer og netfang allra

Það er því mikilvægt að allir þeir sem að störfuðu hjá sveitarfélögum og greiddu til Bárunnar af launum sínum skrái þær upplýsingar inná félagsvef bárunnar.

Hægt er að komast á hann í vefinn í hnappnum hér að neðan.

Þegar þið eruð kominn inn ýtir þú á hnappinn í efra hægra horninu með, þaðan kemur valmynd þar sem þið veljið persónu og bankaupplýsingar og fyllið það út skilmerkilega.

 

Félagsvefur