Afhenda SA kröfugerð í dag
Starfsgreinasamband Íslands mun í dag afhenda Samtökum Atvinnulífsins kröfugerð vegna endurnýjunar kjarasamninga á hinum almenna vinnumarkaði, en samningarnir renna út í lok febrúar. Fundurinn fer fram í húsakynnum ríkissáttasemjara í Höfðaborg kl. 15 og verða kröfurnar gerðar opinberar eftir þann fund.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Starfsgreinasambandinu.