Við vinnum fyrir þig

Translate to

SGS boðar harðari verk­fallsaðgerðir

Tekið af mbl.is

Starfs­greina­sam­bandið (SGS) hef­ur til­kynnt um víðtæk­ar verk­fallsaðgerðir sem bresta munu á í lok þessa mánaðar og í maí­mánuði, hafi ekki náðst samn­ing­ar fyr­ir þann tíma. Um er að ræða harðari og um­fangs­meiri aðgerðir en áður höfðu verið kynnt­ar en í stað staðbund­inna vinnu­stöðvana þá hefjast alls­herj­ar­verk­föll. Aðgerðirn­ar ná til yfir 10 þúsund fé­lags­manna aðild­ar­fé­laga SGS og munu hafa mik­il áhrif á fjölda vinnustaða um land allt. At­kvæðagreiðsla vegna verk­falls­boðun­ar­inn­ar hefst mánu­dag­inn 13. apríl kl. 8.00 og henni lýk­ur viku síðar á miðnætti 20. apríl. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá sam­band­inu.

Ástæðan fyr­ir þessu fyr­ir­huguðu hertu verk­fallsaðgerðum Starfs­greina­sam­bands­ins eru m.a. til­raun­ir Sam­taka at­vinnu­lífs­ins til að tefja fyr­ir at­kvæðagreiðslum launþega­sam­taka og mik­ill bar­áttu­vilji meðal fé­lags­manna aðild­ar­fé­laga Sam­bands­ins. Upp­haf­lega var áætlað að hefja vinnu­stöðvan­ir um miðjan þenn­an mánuð en vegna úr­sk­urðar Fé­lags­dóms varð að hefja at­kvæðagreiðslu um aðgerðirn­ar upp á nýtt.

Meg­in­kraf­an af hálfu SGS hef­ur verið hækk­un grunn­launa sem liggja nú í rúm­um 200 þúsund krón­um fyr­ir fulla vinnu og að lág­marks­laun fari þannig upp í 300 þúsund krón­ur inn­an þriggja ára. Kraf­an er sett fram meðal ann­ars í ljósi mik­ils hagnaðar fyr­ir­tækja og hækk­ana til hinna hæst launuðu í þjóðfé­lag­inu.

„Fólk er bara orðið reitt. Það er ekki hægt að lifa sóma­sam­legu lífi á þess­um laun­um,“ seg­ir Björn Snæ­björns­son, formaður SGS. „Þegar við bæt­ast hækk­an­ir á mat­ar­skatti og hærri hús­næðis­kostnaður þá er ljóst að staða verka­fólks er orðin óviðun­andi og það nær ein­fald­lega ekki að fram­fleyta fjöl­skyld­um sín­um. Fé­lags­menn okk­ar eru harðdug­legt fólk sem geng­ur óþreytt til sinna verka gegn því að fá sann­gjörn laun.“

„Al­menn­ing­ur er á okk­ar bandi um að þetta séu ekki boðleg laun fyr­ir fulla vinnu – rúm­ar tvö hundruð þúsund krón­ur á mánuði. Miðað við for­send­ur þær sem at­vinnu­rek­end­ur hafa sett fram þá er verið að bjóða þessu fólki upp á nokkra þúsund kalla í hækk­un. Það sætt­ir sig eng­inn við í okk­ar hópi og við erum því nauðbeygð að grípa til þess­ara aðgerða. Við von­um auðvitað í lengstu lög að það megi forða verk­föll­um. Þau eiga alltaf að vera neyðarúr­ræði. Það er hins veg­ar eng­inn bil­bug­ur á okk­ar fólki og við erum búin und­ir að þetta geti orðið löng orr­usta.“