Ef umsóknin á einnig að innihalda nýtingu persónuafsláttar maka þarf að prenta sækja umsóknina hér, prenta hana út og senda til okkar með undirskrift maka.
Ef skráning á nýttum afslætti er ekki í samræmi við nýjustu upplýsingar af vefsvæði RSK getur ofnýting átt sér stað. RSK getur í slíkum tilfellum óskað eftir því að sjúkrasjóður Bárunnar stéttarfél. hætti að nýta persónuafslátt tímabundið. Það er því mikilvægt að upplýsingar frá RSK séu sóttar á vefsíðu sama dag og beiðnin er send félaginu. Ef athugasemdir fylgja yfirliti yfir nýtingu á persónuafslætti þínum á vefsvæði RSK kann að vera nauðsynlegt að þú hafir samband við RSK til að fá ítarlegri upplýsingar um persónuafslátt og hvernig má nýta hann.
Með beiðni þessari staðfestir umsækjandi að upplýsingar eru gefnar í samræmi við skráningu ríkisskjattstjóra á nýtingu persónuafsláttar og bestu vitund umsækjanda. Upplýsingar má nálgast á www.skattur.is