Við vinnum fyrir þig

Translate to

1. maí 2018

Það verður mikið um að vera á 1. maí hátíðarhöldunum á Selfossi á degi verkalýðsins. Dagskrá dagsins hefst kl. 11:00 en þá verður lagt af stað í kröfugöngu frá húsi stéttarfélaganna við Austurveg 56 og gengið að Hótel Selfossi þar sem hátíðardagskráin verður haldin. Lúðrasveit Selfoss spilar í skrúðgöngunni en það verða félagar í hestamannafélaginu Sleipni sem fara fyrir göngunni.

Ræðumenn dagsins eru Halldóra S. Sveinsdóttir formaður Bárunnar, stéttarfélags og Ívar Haukur Bergsson námsmaður.  Heimilistónar flytja Kúst og fæjó og fleiri lög.  Berglind María Ólafsdóttir og Margrét Stefánsdóttir frá Tónlistarskóla Árnesinga flytja söngatriði. Bifreiðaklúbbur Suðurlands sýnir glæsikerrur sínar.  Teymt verður undir börnum í Sleipnishöllinni frá kl. 12.30 til 14:30.  Stéttarfélögin munu bjóða upp á glæsilegar kaffiveitingar.

Félögin hvetja alla sem vettlingi geta valdið að taka þátt í deginum og sýna þannig samstöðu með því að berjast fyrir bættum lífskjörum í landinu.