1. maí á Selfossi
Lagt verður af stað frá húsi stéttarfélaganna kl. 11:00 frá Austurvegi 56 og gengið að Hótel Selfoss þar sem hátíðardagskránin verður haldin innandyra .Kröfuganga verður við undirleik Lúðrasveitar Selfoss . Félagar úr Sleipni fara fyrir göngunni á hestum.
Kynnir: Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar, stéttarfélags. Ræður dagsins: Hilmar Harðarson formaður Fit og Eva Dögg Einarsdóttir landvörður í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Skemmtiatriði: Danshópurinn Flækjufóttur á Selfossi sýna línudans. Villi naglbítur syngur og skemmtir. Blöðrur fyrir börnin. Glæsilegar kaffiveitingar í boði stéttarfélaganna í Hótel Selfoss. Sérstakt smáréttaborð fyrir börnin. Félagar úr Bifreiðaklúbbi Selfoss sýna stórglæsilega bíla sína. Teymt undir börnum í Sleipnishöllinni frá kl. 12:30.