Við vinnum fyrir þig

Translate to

1. maí á Selfossi

Kröfugangan fer frá Austurvegi 56 kl. 11:00, Lúðrasveit Selfoss leiðir gönguna að Hótel Selfoss þar sem skemmtun fer fram og boðið verður upp á veitingar.
Félagar úr Sleipni fara fyrir göngunni á hestum. Kynnir er Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar stéttarfélags.
Ræðumaður verður Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Frá námsmönnum FSU verður Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir.
Benedikt Búálfur syngur og skemmtir börnunum. Valgeir Guðjónsson flytur nokkur lög. Boðið verður upp á andlitsmálun fyrir börnin.

Sýnum samstöðu í verki, mætum í kröfugöngu og tökum þátt í hátíðarhöldunum.

 

Sjá auglýsingu