Við vinnum fyrir þig

Translate to

1. maí á Selfossi

Það verður mikið um að vera á 1. maí hátíðarhöldunum á Selfossi föstudaginn 1. maí 2015 á degi verkalýðsins.  Dagskrá dagsins hefst kl. 11:00 en þá verður lagt af stað í kröfugöngu frá húsi stéttarfélaganna við Austurveg 56 og gengið að Hótel Selfossi þar sem hátíðardagskráin verður haldin.

Lúðrasveit Selfoss spilar í kröfugöngunni en það verða félagar í hestamannafélaginu Sleipni sem fara fyrir göngunni.  Ræður dagsins í hótelinu flytja þær Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og Halldóra Magnúsdóttir, formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands.  Lína Langsokkur mun mæta úr Borgarleikhúsinu og skemmta, auk þess sem Öðlingarnar munu flytja nokkur lög en það eru nokkrir félagar úr Karlakór Rangæinga.  Blöðrur verða fyrir börnin og félagar úr Bifreiðaklúbbi Selfossi sýna bíla sína á planinu við Hótel Selfoss. Félagar í hestamannafélaginu Sleipni munu teyma undir börnin bakvið hótelið. Stéttarfélögin munu bjóða upp á glæsilegar kaffiveitingar, auk sérstaks smáréttahlaðborðs fyrir börnin. Kynnir dagsins verður Pamela Morrison, varaformaður FOSS.  Það er  Báran, VMS, FIT, Foss og Félag eldri borgara á Selfossi sem standa að hátíðarhöldum dagsins. Félögin hvetja alla sem vettlingi geta valdið að taka þátt í deginum og sýna þannig samstöðu með því að berjast fyrir bættum lífskjörum í landinu.

P1000732P1000668P1000664