
1. maí – Myndir og samantekt
Frábær dagur,
Á miðvikudaginn var 1. maí haldinn í ljúfu veðri. Dagurinn heppnaðist einstaklega vel og var einnig vel sóttur.
Kröfugangan hófst klukkan 11:00 og leiddi lögreglan gönguna á undan hestamönnum frá Sleipni, fánaborg og Lúðrasveit Selfoss fylgdu þar fast á eftir og loks allir þeir sem mættu í gönguna.
Við viljum þakka öllum þeim aðilum sem lögðu okkur lið til að skipuleggja gönguna.
Labbað var niður Austurveginn og endað á Hótel Selfoss þar sem tók við dagskrá og veitingar.
Kærar þakkir fyrir frábæran dag kæra launafólk



