1. maí ræða framkvæmdastjóra BSRB
Fyrsti ræðumaður dagsins á Selfossi var Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB. Stytting vinnuvikunnar var umtalsefni hjá honum en hann lagði líka mikla áherslu á jöfnuð og að allir réru í sömu átt í íslensku samfélagi. Ekki væri hægt að ætlast til þess að launafólk eitt og sér bæri ábyrgð á stöðugleika. Einnig sagði hann mikilvægt að hér yrði skapað þjóðfélag þar sem allir sætu við sama borð og taldi mörg tækifæri til að svo gæti orðið.
Hér má sjá ræðuna í heild.