10. bekkur í árlegri heimsókn
Fyrr í þessum mánuði komu í heimsókn til okkar á Þjónustuskrifstofuna, nemendur úr 10. bekk frá Sunnulækjarskóla Selfossi. Þau kynntu sér þjónustu stéttarfélaganna og fengu gagnlegar upplýsingar um réttindi og skyldur á vinnumarkaði.
Nemendur komu í tveimur hópum og voru lífleg, skemmtileg og spurðu margs en höfðu líka frá ýmsu að segja. Eftir að kynningu lauk var boðið upp á pizzu og gos. Stéttarfélögunum er bæði fengur og mikil ánægja af heimsóknum unga fólksins þar sem að þau eru að fara inn á vinnumarkaðinn og því nauðsynlegt að þau þekki réttindi sín og skyldur.