Af aðalfundi 2024
Vel heppnaður Aðalfundur 2024
Aðalfundur Bárunnar var haldinn í Tryggvaskála á Selfossi í gærkvöldi.
Fundarstjóri var Soffía Sigurðardóttir og fundarritari var Fjóla Pétursdóttir.
Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður fór yfir skýrslu stjórnar. Helstu atriði starfsársins 2023 - 2024 voru lesin yfir og er hægt að segja að árið hafi verið frekar viðburðarríkt.
Því næst fór Valgerður Kjartansdóttir endurskoðandi félagsins yfir ársreikning félagsins. Þá var næst kosning stjórnar og í aðrar nefndir en tillaga uppstillingarnefndar var samþykkt þar sem ekki bárust aðrar tillögur.
Þá kom Arndís Soffía Sigurðardóttir og kynnti fyrir okkur verkefnið Öruggara Suðurland.
Við þökkum öllum þeim sem mættu á fundinn og komu að honum kærlega fyrir.