Við vinnum fyrir þig

Translate to

25% hlutfall – lög og reglur !

Að gefnu tilefni viljum við benda á að ekki má brjóta reglur kjarasamninga þótt starfsmaður sé kominn í 25% vinnuhlutfall samkvæmt nýju lögunum.

Starfsmönnum sem boðið er uppá að minnka vinnuhlutfall sitt og þiggja bætur á móti, eru ekki skyldugir til þess. Þetta er samkomulag ef báðir aðillar samþykkja.

Starfsmenn sem þiggja slíkt samkomulag eru að taka á sig launaskerðingu. Ekki greiðir VMST orlofslaun á bótaupphæð né desember eða orlofsuppbót.

  • Starfsmaður á aðeins að vinna 25% af tímafjölda vinnuskyldunnar fyrir fullan mánuð. Það er mismunandi hversu margir tímar það eru eftir kjarasamningum. En í flestum tilfellum er vinnuvikan um 40 tímar eða 8 tímar á dag. 25% er því  um 40 tímar á mánuði.
  • Ekki má flytja tíma á milli mánaða.
  • Ekki má vakt vera styttri en 3 tímar og ekki lengri en 12 tímar.
  • Vaktaplan á að vera gert með fyrirvara.
  • Ekki má kalla starfsmann út óvænt án þess að greiða fyrir útkall.
  • Ekki má láta starfsmann vinna 1 klst að morgni og 1klst eftir hádegi án þess að greiða honum full dagslaun.
  • Ekki má láta starfsmenn vinna tvískiptar vaktir. Td 3 tíma fyrir hádegi og svo 3 tíma  á kvöldin nema greitt sé samfelldan vinnutíma á milli.
  • Ekki má segja starfsmanni upp og greiða honum aðeins 25% launa. Ef starfsmanni er sagt upp þá tekur við fullur uppsagnafrestur og full laun í uppsagnafresti.
  • Hér finnur þú allt um uppsagnafrest https://www.sgs.is/kjaramal/rettindi/uppsagnarfrestur/
  • Hér er myndband um nýju lögin https://vinnumalastofnun.is/upplysingar-vegna-covid-19/minnkad-starfshlutfall

Hefur þú vitneskju um fyrirtæki sem lætur fólk sitt vinna meira en 25% en greiðir aðeins 25%  eða brýtur kjarasamninga ? Þá endilega láttu VMST vita eða þitt stéttarfélag.

Hægt er að senda nafnlausa ábendingu til Bárunnar hér https://baran.is/um-okkur/fa-adstod/