Við vinnum fyrir þig

Translate to

44% lítilla og meðalstórra fyrirtækja ekki með skattaskil í lagi

Í Fréttabréfi ASÍ sem kom út í gær er kynnt niðurstaða samstarfs Alþýðusambandsins, Samtaka atvinnulífsins og ríkisskattstjóra varðandi  átakið „Leggur þú þitt af mörkum?“ Þar kemur fram að 44% lítilla og meðalstórra fyrirtækja voru ekki með skattaskil í lagi.

Markmið verkefnisins var að hafa leiðbeinandi eftirlit með skilum á staðgreiðslu, tekjuskráningu, vinnustaðaskírteinum, virðisaukaskattskilum og upplýsa um skyldur smærri og meðalstórra rekstaraðila. Í verkefnavali var sérstök áhersla lögð á ferðaþjónustu og aðila tengdum henni, en einnig var sjónum beint að bygginga- og verktakastarfsemi sem og starfsstöðvum sem valdar voru af handahófi.

Í átakinu voru heimsóttir 748 lögaðilar um land allt og 1896 kennitölur starfsmanna skráðar.  Farið var í 392 fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og 356 á  landsbyggðinni. Niðurstaða átaksins er að verulegar brotalamir er varðandi skil á opinberum gjöldum og iðgjöldum  starfsmanna í þeim fyrirtækjum sem heimsótt voru. Þá benda þær upplýsingar sem aflað var í heimsóknunum að um svarta vinnu hafi verið að ræða í allt að 15% tilvika

Nánari upplýsingar á heimasíðu ASÍ