Við vinnum fyrir þig

Translate to

Ágæt mæting á aðalfund Bárunnar, stéttarfélags

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags var haldinn í gær á Hótel Selfossi. Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf. Skýrsla formanns, ársreikningar félagsins og stjórnarkjör voru þar meðal. Engar breytingar urðu á aðalstjórn félagsins en Hermann Ingi Ragnarsson er nýr stjórnarmaður í varastjórn.

Í stjórn Bárunnar, stéttarfélags árin 2012 til 2013 eru:

Formaður: Halldóra Sigríður Sveinsdóttir

Varaformaður: Örn Bragi Tryggvason

Meðstjórn: Loftur Guðmundsson, Ingvar Garðarsson, Marta Katarzyna Kuc, Ragnhildur Eiríksdóttir og Magnús Ragnar Magnússon

Varastjórn:

1. Jón Þröstur Jóhannesson

2. Hermann Ingi Magnússon

3. Hjalti Tómasson

Kynnt var samþykkt stjórnar Sjúkrasjóðs Bárunnar vegna breytingu á reglugerð sjóðsins. Styrkur til líkamsræktar er 50% af kostnaði þó að hámarki kr. 12.500 (var áður kr. 7500) á ári fyrir 0 – 50% starf,  en kr.25.000 kr. (var áður kr. 15.000) fyrir 51 – 100% starf. Eftir að hefðbundnum aðalfundarstörfum lauk hélt fjölmiðlakonan Sirrý við og hélt afar kraftmikinn fyrirlestur um samskiptafærni og leiðir til að láta draumana rætast. Fyrirlesturinn vakti mikla lukku meðal fundarmanna.