Á ferð um félagssvæðið
Halldóra Sigríður Sveinsdóttir formaður Bárunnar, stéttarfélags og Gils Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurlands heimsóttu í dag fyrirtæki á Laugarvatni og í Grímsnesi. Þau hittu félagsmenn og forsvarsmenn fyrirtækja. Á ferð sinni komu þau við á Menntaskólanum á Laugarvatni og færðu skólanum Sögu ASÍ að gjöf. Páll Skúlason aðstoðarmeistari tók á móti gjöfinni fyrir hönd skólans. Einnig hittu þau Ingibjörgu Harðardóttur sveitarstjóra Grímsnes og Grafningshrepps og færðu henni bókina að gjöf fyrir hönd hreppsins. Meðfylgjandi eru myndir úr ferðinni.