Við vinnum fyrir þig

Translate to

Á ferð um félagssvæðið

Halldóra Sigríður Sveinsdóttir formaður Bárunnar, stéttarfélags og Gils Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurlands heimsóttu í dag fyrirtæki á Laugarvatni og í Grímsnesi. Þau hittu félagsmenn og forsvarsmenn fyrirtækja.  Á ferð sinni komu þau við á Menntaskólanum á Laugarvatni og færðu skólanum Sögu ASÍ að gjöf. Páll Skúlason aðstoðarmeistari tók á móti gjöfinni fyrir hönd skólans.  Einnig hittu þau Ingibjörgu Harðardóttur sveitarstjóra Grímsnes og Grafningshrepps og færðu henni bókina að gjöf fyrir hönd hreppsins.  Meðfylgjandi eru myndir úr ferðinni.

5. apríl 2013 Grímsnes Laugarvatn 012 5. apríl 2013 Grímsnes Laugarvatn 015 5. apríl 2013 Grímsnes Laugarvatn 008 5. apríl 2013 Grímsnes Laugarvatn 006 5. apríl 2013 Grímsnes Laugarvatn 005 5. apríl 2013 Grímsnes Laugarvatn 002