Við vinnum fyrir þig

Translate to

Á tímamótum

Báran stéttarfélag í samvinnu við Fræðslunet Suðurlands bjóða þeim félagsmönnum sem huga að starfslokum vegna aldurs að sækja námskeiðið Á tímamótum.

Á námskeiðinu verður  m.a. fjallað um: Félagslega þætti og breytingar sem verða á lífi fólks þegar nálgast starfslok og í framhaldi þeirra, andlegt og líkamlegt heilsufar, sjálfsmynd, lífsgæði og hugarfar á þessum tímamótum. Einnig um áhrif mataræðis á heilsuna, næringu, hreyfingu og heilsugæslu. Þjónusta sveitarfélaga verður kynnt sem og þjónusta Tryggingastofnunar og málaflokkar sem heyra undir hana og Sjúkratryggingar Íslands s.s. reglur um greiðslur lífeyris og útreikning lífeyris, viðmiðunartekjur, frítekjumörk, réttindi o.fl.

Námskeiðið er að kostnaðarlausu fyrir félagsmenn Bárunnar, stéttarfélags.

Skráning og upplýsingagjöf fer fram hjá Fræðsluneti Suðurlands í síma 480-5000 eða á heimasíðunni fraedslunet.is

Námskeiðið hefst þriðjudaginn 5. febrúar og lýkur 19. febrúar

Staður: Sandvíkursetur á Selfossi

Alls 15 kennslustundir

Fyrirlestrar eru á þriðjudögum og fimmtudögum

kl. 16.50-19:00.