Við vinnum fyrir þig

Translate to

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags

 

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags verður haldinn mánudagskvöldið 21. maí nk. í Hótel Selfossi. Fundurinn hefst kl. 19:00.

Dagskrá

1. Venjuleg aðalfundarstörf

2. Breyting á reglugerð sjúkrasjóðs

3. Önnur mál

 

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Þegar hefbundnum aðalfundarstörfum lýkur tekur fjölmiðlakonan Sirrý við keflinu

„Laðaðu til þín það góða“

– kraftmikill fyrirlestur um samskiptafærni og

það sem við getum gert til að láta draumana rætast og

halda í sjálfstraust og orku jafnvel þegar á móti blæs.

Sirrý hefur í mörg ár haldið vinsæla fyrirlestra og námskeið

fyrir fjölbreytta hópa víða um land.

Umræður og happdrætti.

Kæru félagar mætum nú og höfum gaman saman.

 

Stjórn Bárunnar, stéttarfélags