Við vinnum fyrir þig

Translate to

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags verður haldinn mánudagskvöldið 13. maí nk. í húsakynnum
félagsins að Austurvegi 56, 3. hæð, Selfossi. Fundurinn hefst kl. 19:00.

Dagskrá
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Breyting á reglugerð sjúkrasjóðs
3. Önnur mál

Boðið verður upp á veitingar.
Aðalfundargestir taka þátt í happdrætti.

Þegar hefðbundnum aðalfundarstörfum lýkur ætlar Herdís Pála Pálsdóttir að flytja erindi sem allir hafa gagn og gaman af.
Erindið heitir „Meiri gleði í vinnu – meiri lífsgæði.“ Í því erindi er komið inn á okkar eigin ábyrgð á hversu vel okkur líður eða farnast, áhrif okkar á vinnuumhverfi okkar, ábyrgð okkar í að hafa vinnuumhverfið eins og við viljum helst hafa það o.fl.

Stjórn Bárunnar, stéttarfélags

 

Aðalfundur Bárunnar 2013