Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags.
Við minnum á aðalfund Bárunnar, stéttarfélags í kvöld kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í sal Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna Austurvegi 56 Selfossi.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Boðið verður upp á léttar veitingar á fundinum. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í ákvörðunum sem varða félagið. Styrkur hvers félags felst í virkri þáttöku félagsmanna.
Stjórnin.