Við vinnum fyrir þig

Translate to

Aðalfundur – vinningshafar happadrættis

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags var haldinn þann 21. maí og var farið yfir ýmis mál.

 

Tilkynnt var meðal annars um hækkun sjúkrastyrkja.

 

Viðtalsmeðferð vegna sálfræðings, geðhjúkrunarfræðings og

félags- eða fjölskylduráðgjafa, hækka úr 6.000 kr uppí 7.000 kr

Líkamsræktarstyrkur hækkar úr 30.000 kr uppí 36.000 kr

Tannlæknastyrkur hækkar úr 10.000 kr uppí 15.000 kr

Heildarstyrkur úr sjúkrasjóði hækkar úr 70.000 kr uppí 85.000 kr

 

 

Í lok fundar var happadrætti og unnu þær Soffía Sigurðardóttir og Ingigerður Guðmundsdóttir hvor um sig 20.000 kr gjafabréf .

Hægt er að nýta gjafabréf þetta á Orlofssíðu Bárunnar og versla með því hótelgistingar, miðakaup á Útilegukortinu, Veiðikortinu, sumarhúsum og gjafabréf í flug svo dæmi sé tekið.

Soffía og Ingigerður ásamt formanni Bárunnar, Halldóru.