Við vinnum fyrir þig

Translate to

Afnám tolla á fatnaði og skóm um áramótin

Frá og með 1. janúar 2016 var tollur af fatnaði og skófatnaði afnuminn en megintilgangur þess er að styrkja stöðu innlendrar verslunar í samkeppni við erlenda. Um er að ræða 324 tollskrárnúmer í 12 tollskrárköflum.

Þá voru tollar einnig felldir niður af vara- og aukahlutum fyrir reiðhjól, af einnota og margnota bleium og bleiufóðri, af dömubindum og tíðatöppum og ís úr sojabaunum, hrísgrjónum, höfrum, hnetum og/eða möndlum sem inniheldur minna en 3% af mjólkurfitu miðað við þyngd. Á árinu 2017 þegar síðari áfanginn kemur til framkvæmda falla niður tollar af allri vöru í köflum 25 til 97 í tollskrá.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Fjármála- og efnahagsráðuneytisins https://www.fjarmalaraduneyti.is